Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virka geisladiskar?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í grófum dráttum að 44100 sinnum á sekúndu er styrkur tónmerkisins mældur og gefið gildi á bilinu 0 til 65535, það er öll möguleg 16-bita gildi. Þetta er gert bæði fyrir vinstri og hægri rásina. Gagnamagnið sem þarf að geyma á disknum er því 2∙16∙44100 bitar á sek. eða 2∙2∙44100 (= 176400) bæti á sek.

Gögn á geisladiskum (og DVD-diskum) eru skrifuð í spíral (kuðungsferil) sem liggur frá miðju disksins og út að brún hans (sjá mynd til hægri). Ferillinn er mjög grannur, breidd hans er 1,6 míkrómetrar (µm), eða um 1/20 af breidd mannshárs. Heildarlengd ferilsins er um 5,4 km, það er ef allur diskurinn er skrifaður. Gögnin eru táknuð með holum á spíralferlinum; diskurinn samanstendur því af einni langri runu af holum. Holurnar eru örsmáar, frá 0,83 upp í 3,56 µm að lengd, 0,5-0,6 µm að breidd og 0,11-0,15 µm að dýpt. Þessi smáa stærð holanna gerir það að verkum að hægt er geyma mjög mikið gagnamagn á geisladiskum.



Gögn á geisladiskum eru táknuð með mislöngum holum sem eru 0,5-0,6 µm að breidd, 0,11-0,15 µm að dýpt og 0,83-3,56 µm að lengd

Geislaspilarinn þarf að fá tiltekið magn gagna á sekúndu. Snúningshraði disksins er þar af leiðandi breytilegur því það er minna gagnamagn á hvern snúning innst á disknum en yst á honum. Á tónlistardisk er um 1,2 metri af ferlinum lesinn á sekúndu, sem þýðir að diskurinn snýst á um 500 snúningum/mín innst, en um 200 snúningum/mín yst. Við tökum ekki eftir þessu við venjulega spilun tónlistardiska, nema þegar við erum að hoppa á milli laga, því þá þarf spilarinn að breyta snúningshraðanum mun örar.

Á DVD-diskum er spíralferillinn ennþá mjórri, eða 0,74 µm að breidd og holurnar minni, eða allt niður í 0,4 µm að lengd. Heildarvegalend spíralsins á DVD diskum er 11,8 km og gagnamagnið er 4,7 GB.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvernig getur maður sett tónlist og hundruð megabæta af upplýsingum á svona lítinn disk?
  • Hvað snýst venjulegur geisladiskur marga hringi á hverri mínútu?

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.9.2010

Spyrjandi

Magnús Guðmunds, Auður Diljá f. 1995, Helena Arnardóttir

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvernig virka geisladiskar?“ Vísindavefurinn, 8. september 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13841.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2010, 8. september). Hvernig virka geisladiskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13841

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvernig virka geisladiskar?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virka geisladiskar?
Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í grófum dráttum að 44100 sinnum á sekúndu er styrkur tónmerkisins mældur og gefið gildi á bilinu 0 til 65535, það er öll möguleg 16-bita gildi. Þetta er gert bæði fyrir vinstri og hægri rásina. Gagnamagnið sem þarf að geyma á disknum er því 2∙16∙44100 bitar á sek. eða 2∙2∙44100 (= 176400) bæti á sek.

Gögn á geisladiskum (og DVD-diskum) eru skrifuð í spíral (kuðungsferil) sem liggur frá miðju disksins og út að brún hans (sjá mynd til hægri). Ferillinn er mjög grannur, breidd hans er 1,6 míkrómetrar (µm), eða um 1/20 af breidd mannshárs. Heildarlengd ferilsins er um 5,4 km, það er ef allur diskurinn er skrifaður. Gögnin eru táknuð með holum á spíralferlinum; diskurinn samanstendur því af einni langri runu af holum. Holurnar eru örsmáar, frá 0,83 upp í 3,56 µm að lengd, 0,5-0,6 µm að breidd og 0,11-0,15 µm að dýpt. Þessi smáa stærð holanna gerir það að verkum að hægt er geyma mjög mikið gagnamagn á geisladiskum.



Gögn á geisladiskum eru táknuð með mislöngum holum sem eru 0,5-0,6 µm að breidd, 0,11-0,15 µm að dýpt og 0,83-3,56 µm að lengd

Geislaspilarinn þarf að fá tiltekið magn gagna á sekúndu. Snúningshraði disksins er þar af leiðandi breytilegur því það er minna gagnamagn á hvern snúning innst á disknum en yst á honum. Á tónlistardisk er um 1,2 metri af ferlinum lesinn á sekúndu, sem þýðir að diskurinn snýst á um 500 snúningum/mín innst, en um 200 snúningum/mín yst. Við tökum ekki eftir þessu við venjulega spilun tónlistardiska, nema þegar við erum að hoppa á milli laga, því þá þarf spilarinn að breyta snúningshraðanum mun örar.

Á DVD-diskum er spíralferillinn ennþá mjórri, eða 0,74 µm að breidd og holurnar minni, eða allt niður í 0,4 µm að lengd. Heildarvegalend spíralsins á DVD diskum er 11,8 km og gagnamagnið er 4,7 GB.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvernig getur maður sett tónlist og hundruð megabæta af upplýsingum á svona lítinn disk?
  • Hvað snýst venjulegur geisladiskur marga hringi á hverri mínútu?
...