Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr er fjallaflauti?

Jón Már Halldórsson

Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæmis með fjórar nagtennur í efri skolti og sama fjölda af framtönnum og áðurnefndar tegundir.

Til blísturhéra eða pika eins og þeir nefnast á fjölmörgum tungumálum, teljast um 30 tegundir. Þessar tegundir finnast í Asíu, Norður-Ameríku og í austurhluta Evrópu.

Tegundaríkasta ættkvísl blísturhéra er ochotina eða klettaflautar á íslensku og tilheyrir fjallaflautinn þeirri ættkvísl. Þessi tegund finnst á hrjóstrugum steppum í suðurhluta Rússlands, Mongólíu og Kasakstan.



Fjallaflauti (Ochotona alpina).

Fjallaflauti er nokkuð stór blísturhéri, rúmir 20 cm á lengd og vel aðlagaður að kuldum enda eru heimkynni hans afar hrjóstrug. Hann er rófulaus með stutt eyru og fótstuttur og líkist meira naggrís en kanínu eða héra. Afturlappirnar eru kröftugar og getur hann hlaupið nokkuð hratt þrátt fyrir kubbslegt vaxtarlag. Skynfæri blísturhéra eru afar vel þróuð. Heyrnin er með því besta sem þekkist í lífríkinu auk þess sem sjónin er skörp. Hann hefur miklar klær sem hann notar til að grafa holur.

Fjallaflauti er mest á ferli að deginum til, einkum snemma morguns en þegar sól er á lofti liggur hvílist hann oft. Fjallaflautar lifa í stórum byggðum en þó marka einstaklingar eða pör sér yfirráðasvæði. Fjallaflautinn kemur sér oft fyrir uppi á steini og vaktar landareign sína. Hann gefur frá sér blísturhljóð sem mjög erfitt er að lýsa en kunnugir segja að minni á spætu. Hann endurtekur blístrið í sífellu, yfirleitt 20-30 sinnum. Þegar hann blístrar reigir hann höfuðið og galopnar kjaftinn.

Helsta fæða fjallaflautans eru plöntur. Oft má sjá marga fjallaflauta á beit og þegar hætta steðjar að, til dæmis þegar vart verður við gullörn, þjóta þeir á leifturhraða niður í holur sínar sem eru vandlega faldar í gjótu eða klettasprungu.

Fjallaflautinn hefur það sérstaka háttalag að éta hálfmeltan og grænleitan saur úr sjálfum sér. Þar sem saurinn er hálfmeltur er enn talsverð næring í honum sem fjallaflautinn getur nýtt. Þegar hann kúkar þessum mat öðru sinni er hann orðinn harður og dökkleitur.

Á sumrin er fjallaflautinn iðinn við að safna birgðum fyrir veturinn í holur sínar. Hann þurrkar grasið áður en hann setur það inn í kalda geymsluna í jarðgöngunum. Blísturhérar fara ekki í dvala yfir veturinn og þurfa því talsverða fæðu til að lifa af harðan veturinn.

Fjallaflautinn er harðgert dýr sem líkt og mörg dýr norðurhjarans þrífst illa í miklum hita. Hiti yfir 23°C er honum um megn og getur hann vart tórað lengur en í klukkutíma í slíkum hita. Hann einfaldlega ofhitnar og drepst. Fjallaflautinn er því afar viðkvæmur fyrir þeirri hlýnun loftslags sem nú á sér stað. Dýrum er farið að fækka og útbreiðslan færist norðar í Rússlandi sem eru greinileg viðbrögð við hlýnandi loftslagi.

Mynd: Flickr. Höfundur myndar: Sergey Yeliseev. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 24. 2. 2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2010

Spyrjandi

Ísak Jónsson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr er fjallaflauti?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54165.

Jón Már Halldórsson. (2010, 25. febrúar). Hvers konar dýr er fjallaflauti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54165

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr er fjallaflauti?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr er fjallaflauti?
Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæmis með fjórar nagtennur í efri skolti og sama fjölda af framtönnum og áðurnefndar tegundir.

Til blísturhéra eða pika eins og þeir nefnast á fjölmörgum tungumálum, teljast um 30 tegundir. Þessar tegundir finnast í Asíu, Norður-Ameríku og í austurhluta Evrópu.

Tegundaríkasta ættkvísl blísturhéra er ochotina eða klettaflautar á íslensku og tilheyrir fjallaflautinn þeirri ættkvísl. Þessi tegund finnst á hrjóstrugum steppum í suðurhluta Rússlands, Mongólíu og Kasakstan.



Fjallaflauti (Ochotona alpina).

Fjallaflauti er nokkuð stór blísturhéri, rúmir 20 cm á lengd og vel aðlagaður að kuldum enda eru heimkynni hans afar hrjóstrug. Hann er rófulaus með stutt eyru og fótstuttur og líkist meira naggrís en kanínu eða héra. Afturlappirnar eru kröftugar og getur hann hlaupið nokkuð hratt þrátt fyrir kubbslegt vaxtarlag. Skynfæri blísturhéra eru afar vel þróuð. Heyrnin er með því besta sem þekkist í lífríkinu auk þess sem sjónin er skörp. Hann hefur miklar klær sem hann notar til að grafa holur.

Fjallaflauti er mest á ferli að deginum til, einkum snemma morguns en þegar sól er á lofti liggur hvílist hann oft. Fjallaflautar lifa í stórum byggðum en þó marka einstaklingar eða pör sér yfirráðasvæði. Fjallaflautinn kemur sér oft fyrir uppi á steini og vaktar landareign sína. Hann gefur frá sér blísturhljóð sem mjög erfitt er að lýsa en kunnugir segja að minni á spætu. Hann endurtekur blístrið í sífellu, yfirleitt 20-30 sinnum. Þegar hann blístrar reigir hann höfuðið og galopnar kjaftinn.

Helsta fæða fjallaflautans eru plöntur. Oft má sjá marga fjallaflauta á beit og þegar hætta steðjar að, til dæmis þegar vart verður við gullörn, þjóta þeir á leifturhraða niður í holur sínar sem eru vandlega faldar í gjótu eða klettasprungu.

Fjallaflautinn hefur það sérstaka háttalag að éta hálfmeltan og grænleitan saur úr sjálfum sér. Þar sem saurinn er hálfmeltur er enn talsverð næring í honum sem fjallaflautinn getur nýtt. Þegar hann kúkar þessum mat öðru sinni er hann orðinn harður og dökkleitur.

Á sumrin er fjallaflautinn iðinn við að safna birgðum fyrir veturinn í holur sínar. Hann þurrkar grasið áður en hann setur það inn í kalda geymsluna í jarðgöngunum. Blísturhérar fara ekki í dvala yfir veturinn og þurfa því talsverða fæðu til að lifa af harðan veturinn.

Fjallaflautinn er harðgert dýr sem líkt og mörg dýr norðurhjarans þrífst illa í miklum hita. Hiti yfir 23°C er honum um megn og getur hann vart tórað lengur en í klukkutíma í slíkum hita. Hann einfaldlega ofhitnar og drepst. Fjallaflautinn er því afar viðkvæmur fyrir þeirri hlýnun loftslags sem nú á sér stað. Dýrum er farið að fækka og útbreiðslan færist norðar í Rússlandi sem eru greinileg viðbrögð við hlýnandi loftslagi.

Mynd: Flickr. Höfundur myndar: Sergey Yeliseev. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 24. 2. 2010.

...