Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á kanínu og héra?

Jón Már Halldórsson

Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae.

Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Afturlappirnar á þeim eru mjög langar. Hérar eru einnig straumlínulagaðri en kanínur sem eru meira boltalaga í vexti. Eyrun eru líka mismunandi en eyru hérans eru stærri og standa svo gott sem beint upp í loftið.



Best er að þekkja héra og kanínu í sundur á því að hérinn er með lengri og öflugri afturfætur og stærri eyru.

Við got eru kanínuungar blindir og hárlausir (e. altricial) og algjörlega hjálparvana. Héraungar eru hins vegar bráðþroska þar sem þeir eru hærðir og hafa góða sjón strax við fæðingu (e. precocial) og geta þess vegna, ef því er að skipta, flúið óvin.

Atferli héra og kanína í villtri náttúru er mjög ólíkt. Kanínur halda sig oft í hópum og grafa göng eða holur neðanjarðar sem þær leita skjóls í þegar óvinur nálgast. Kvendýrin gjóta í þessum holum og halda ungviðinu þar, þangað til það er orðið nægjanlega þroskað til að takast á við hætturnar sem bíða úti í náttúrunni.

Fullorðnir hérar eru aftur á móti einfarar nema á mökunartíma. Þeir halda oft til á graslendi og svæðum þar sem fá tré eru. Hérar eru hlaupadýr og reyna að stinga óvini af á hlaupum í stað þess að skríða í holur eins og kanínur. Munurinn á þroskun ungviðanna sem nefndur var hér að ofan tengist að öllum líkindum þessu mismunandi atferli, það er að kanínur gera sér hreiður í holum og göngum en got héra fer fram á jafnsléttu eða í skógarrjóðri þar sem ungviðið þarf að vera tilbúið að takast á við hættur umhverfisins strax eftir got.

Þess má að lokum geta að almennt er lundarfar héra nokkuð villtara en kanína. Margir halda kanínur sem gæludýr en ómögulegt virðist að halda héra í sama tilgangi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Irish Peatland Conservation Council

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.12.2008

Spyrjandi

Jóhannes Helgason, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kanínu og héra?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50407.

Jón Már Halldórsson. (2008, 1. desember). Hver er munurinn á kanínu og héra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50407

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kanínu og héra?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50407>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kanínu og héra?
Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae.

Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Afturlappirnar á þeim eru mjög langar. Hérar eru einnig straumlínulagaðri en kanínur sem eru meira boltalaga í vexti. Eyrun eru líka mismunandi en eyru hérans eru stærri og standa svo gott sem beint upp í loftið.



Best er að þekkja héra og kanínu í sundur á því að hérinn er með lengri og öflugri afturfætur og stærri eyru.

Við got eru kanínuungar blindir og hárlausir (e. altricial) og algjörlega hjálparvana. Héraungar eru hins vegar bráðþroska þar sem þeir eru hærðir og hafa góða sjón strax við fæðingu (e. precocial) og geta þess vegna, ef því er að skipta, flúið óvin.

Atferli héra og kanína í villtri náttúru er mjög ólíkt. Kanínur halda sig oft í hópum og grafa göng eða holur neðanjarðar sem þær leita skjóls í þegar óvinur nálgast. Kvendýrin gjóta í þessum holum og halda ungviðinu þar, þangað til það er orðið nægjanlega þroskað til að takast á við hætturnar sem bíða úti í náttúrunni.

Fullorðnir hérar eru aftur á móti einfarar nema á mökunartíma. Þeir halda oft til á graslendi og svæðum þar sem fá tré eru. Hérar eru hlaupadýr og reyna að stinga óvini af á hlaupum í stað þess að skríða í holur eins og kanínur. Munurinn á þroskun ungviðanna sem nefndur var hér að ofan tengist að öllum líkindum þessu mismunandi atferli, það er að kanínur gera sér hreiður í holum og göngum en got héra fer fram á jafnsléttu eða í skógarrjóðri þar sem ungviðið þarf að vera tilbúið að takast á við hættur umhverfisins strax eftir got.

Þess má að lokum geta að almennt er lundarfar héra nokkuð villtara en kanína. Margir halda kanínur sem gæludýr en ómögulegt virðist að halda héra í sama tilgangi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Irish Peatland Conservation Council...