Lengi vel gekk illa að finna dæmi um lágfleti. Franski verkfræðingurinn Jean Meusnier (1754 - 1793) uppgötvaði svokallaða keðju- og skrúffleti sem voru fyrstu dæmin um lágfleti sem voru ekki hluti af sléttu plani. Langur tími leið áður en að nýr lágflötur kom í leitirnar, því það var ekki fyrr en árið 1864 sem að þjóðverjinn Alfred Enneper (1830 - 1885) uppgötvaði einn slíkan. Eftir það kom önnur löng bið eftir nýjum dæmum, en engin fundust fram til ársins 1982 þegar að Celso Costa lýsti nýjum lágfleti stærðfræðilega og Jim Hoffman bjó til grafískt módel af honum stuttu seinna. Á síðustu 15 árum hafa farið fram miklar stærðfræðirannsóknir á lágflötum þar sem menn búast við að þá megi hagnýta í nanótækni. Tengt efni á Vísindavefnum: Heimildir og myndir:
Lengi vel gekk illa að finna dæmi um lágfleti. Franski verkfræðingurinn Jean Meusnier (1754 - 1793) uppgötvaði svokallaða keðju- og skrúffleti sem voru fyrstu dæmin um lágfleti sem voru ekki hluti af sléttu plani. Langur tími leið áður en að nýr lágflötur kom í leitirnar, því það var ekki fyrr en árið 1864 sem að þjóðverjinn Alfred Enneper (1830 - 1885) uppgötvaði einn slíkan. Eftir það kom önnur löng bið eftir nýjum dæmum, en engin fundust fram til ársins 1982 þegar að Celso Costa lýsti nýjum lágfleti stærðfræðilega og Jim Hoffman bjó til grafískt módel af honum stuttu seinna. Á síðustu 15 árum hafa farið fram miklar stærðfræðirannsóknir á lágflötum þar sem menn búast við að þá megi hagnýta í nanótækni. Tengt efni á Vísindavefnum: Heimildir og myndir: