Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3533 svör fundust
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?
Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...
Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?
Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...
Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?
Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Hvaðan kom hafið?
Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið...
Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?
Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Hvað er heitt á Merkúríusi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?
Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?
Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...
Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?
Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft. Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og ...