Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 263 svör fundust
Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?
Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...
Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?
Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...
Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?
Dýralíf á Íslandi árið 1944 var í meginatriðum eins og það er í dag, þó vissulega hafi orðið einhverjar breytingar. Hlýnandi loftslag hefur skapað skilyrði fyrir nýjar tegundir en sett öðrum skorður, skóglendi hefur aukist vegna minnkandi beitarálags, uppgræðslu og hlýnandi veðráttu og stór hluti votlendis hefur v...
Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...
Hver er minnsti snákurinn?
Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...
Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?
Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...
Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...
Hvað getur þú sagt mér um kameljón?
Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...
Hvernig er dýralíf á Grikklandi?
Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu n...
Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?
Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum. Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr,...
Lifa kameljón í eyðimörkinni?
Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifr...
Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?
Krían ferðast um það bil 70.000 km á ári. Krían flýgur lengst allra fugla! Á allri ævi sinni fljúga kríur um það bil sömu vegalengd og til tunglsins og aftur til baka. Þegar kríurnar eru á flugi til heitu landanna og aftur til baka þá bæði sofa þær og nærast á flugi. Þær vilja alls ekki blotna. Kríur éta smáa...
Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?
Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...
Hvaða gagn gera mýflugur?
Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi? Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri. Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á...
Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?
Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...