Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum.
Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan sem er með löngum hárum. Á hausnum er feldurinn einnig með svörtum og hvítum röndum. Ennfremur er hægt að greina jarðíkorna frá öðrum íkornum á kinnpokum sem þeir geta geymt mat í sem er mjög hentugt þegar þeir eru að birgja sig upp fyrir veturinn. Meginfæða jarðíkorna er meðal annars fræ, hnetur, egg og skordýr. Á veturna hírast þeir í jarðgöngum þar sem þeir eru vel birgir af mat. Þeir liggja þar í dvala en vakna oft á veturna, sérstaklega þegar hlýindi eru eða þegar hungur sækir að þeim. Mökun hefst hjá jarðíkornum í mars og er meðgöngutíminn 31 dagur. Kvendýrin eiga frá 3 - 5 unga í hverju goti og ná ungarnir kynþroska í júlí sama ár og geta farið að geta af sér afkvæmi vorið eftir. Heimild: "Chipmunk," Microsoft® Encarta® Online Encyclopedia 2001. Mynd: MSN.