Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er dýralíf á Grikklandi?

Jón Már Halldórsson

Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu næstu þúsund árin. Í riti sínu um lífsögu dýra (Historia Animalium) lýsti Aristóteles rúmlega 600 dýrategundum, og 49 þessara tegunda hafði hann krufið og gat því einnig lýst innri gerð þeirra. Í þessu svari verður þó ekki staldrað við niðurstöður Aristótelesar heldur lauslega litið á dýralíf landsins eins og það er í upphafi 21. aldar.

Dýralíf í Grikklandi er afar fjölbreytt, enda mætast þar dýrafána Evrópu, Afríku og Asíu. Þrátt fyrir að Grikkland sé litlu stærra en Ísland eða rétt um 130 þúsund ferkílómetrar, er landslagið þar afar fjölbreytt og skýrir það að nokkru leyti af hverju svo margar tegundir finnast þar. Rúmlega 30% af landinu er fjallendi, þar finnast mýrar og gamlir skógar auk þess sem eyjur Grikklands eru fjölmargar. Náttúrlegar aðstæður á Grikklandi eins og eyjar og mikið fjalllendi, gera það að verkum að fjölmargar einlendar dýrategundir lifa þar, en það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar.

Alls hafa fundist 108 tegundir ferskvatnsfiska á Grikklandi og eru 35 þessara tegunda einlendar. Vitað er um 22 tegundir froskdýra, 61 tegund skriðdýra og 240 tegundir varpfugla. Spendýrategundirnar eru 116, þar af eru 57 tegundir á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, en í þessum tölum eru einnig sjávarspendýr sem finnast í Eyjahafinu.

Listi yfir fjölda dýrategunda í nokkrum flokkum dýra sem finnast á Grikklandi og í grískri lögsögu.

DýrahópurFjöldi tegundaFjöldi einlendra tegunda
Spendýr1112
Fuglar2400
Skriðdýr617
Froskdýr223
Fiskar - saltvatn447
Fiskar - ferskvatn10835
Skrápdýr107
Skordýr (beinvængjur) 346124
Skordýr (fiðrildi) 3197251
Skordýr (æðvængjur) 2800236
Skordýr (bjöllur) 68631329
Lindýr (sjó – og ferskvatn) 847498

Spendýr

Eitt helsta rándýr Grikklands er gullsjakalinn (Canis aureus) en hann er eina tegund afrískra sjakala sem finnst einnig í Asíu og Evrópu. Gullsjakalinn lifir víða á Balkanskaganum og Grikklandi en hann er hvergi mjög algengur nema í Búlgaríu. Sennilega er heildarstofnstærð hans í Grikklandi um eitt þúsund dýr.



Gullsjakalinn Canis aureus er eina sjakalategundin sem finnst utan Afríku.

En í dag finnast stærri rándýr í grískri náttúru. Brúnbjörn (Ursus arctos) finnst á tveimur stöðum, í fjalllendi nyrst í landinu. Stofnstærð brúnbjarna í Grikklandi er aðeins um 145 dýr.

Úlfar lifa í Grikklandi og árið 1998 var talið að stofnstærðin væri um 800 dýr. Þeir finnast allt frá Makedóníu í norðurhlutanum suður að miðhluta Pelópsskaga. Miðjarðarhafsúlfarnir eru mun minni en frændur þeirra á heimsskautasvæðunum. Stærstu dýrin verða vart meira en 40 kg eða um helmingur af stærð heimskautaúlfs.

Af öðrum landspendýrum má nefna villigeitur sem lifa í fjöllunum auk þess sem stofn þeirra finnst einnig á eyjunni Krít. Þessi tegund hefur horfið nær alls staðar annars staðar í Evrópu. Gemsur (Rupicapra rupicapra) finnast í afskekktu fjalllendi nyrst í landinu. Stofnstærð þeirra er aðeins um 600 dýr og eru þau alfriðuð en veiðiþjófnaður á þeim er því miður stundaður. Evrópska villisvínið (Sus scrofa) og rádýr (Capreolus capreolus) finnast um allt meginland Grikklands. Að lokum er vert að minnast á rauðhirti (Cervus elaphus) sem eru í reynd útdauðir í Grikklandi. Nokkur dýr voru hins vegar flutt inn fyrir nokkrum áratugum og nú eru um 150 dýr þessarar tegundar í þjóðgarði nærri Aþenu.

Sérstök tegund munkasela finnst í dýraríki Grikklands. Miðjarðarhafsmunkaselurinn (Monachus monachus) er eitt af sjaldgæfari spendýrum jarðar nú um stundir. Hann finnst við strendur Grikklands en áður fyrr voru sellátur hans meðfram öllum strandsvæðum Miðjarðarhafsins og allt vestur til Kanaríeyja og á Atlantshafsströnd Marokkó. Sennilega er heildarstofnstærð hans nú komin niður fyrir 400 dýr.



Miðjarðarhafsmunkaselurinn (Monachus monachus) er meðal sjaldgæfustu spendýra jarðar.

Fuglar

Alls verpa um 240 fuglategundir í Grikklandi en þar að auki hafa um 200 aðrar fuglategundir fundist í landinu. Á vefsíðunni Avibase má sjá lista yfir fjölskrúðugt fuglalíf landsins.

Skriðdýr og froskdýr

Þrjár tegundir sæskjaldbaka sjást reglulega innan lögsögu Grikklands. Ein þeirra, klumbudraga (Caretta caretta), verpir við strendur landsins, nánar tiltekið í Laganasflóa. Hinar tvær eru leðurbakur (Dermochelys coriacea) sem verpir aðeins á einum stað í Miðjarðarhafi við strendur Adríahafs í Albaníu, og græna sæskjaldbakan (Chelonia mydas) sem telst vera útbreiddust allra sæskjaldbaka.

Nokkrar tegundir eitraðra snáka lifa í Grikklandi. Þekktastar þeirra eru naðran (Vipera berus) sem er mjög útbreidd um alla Evrópu og sandnaðran (Vipera amodytes) sem er nokkuð stærri og getur orðið allt að metri á lengd. Þriðja tegundin er svokallaður evrópskur rottusnákur (Elaphe situla). Stærsti snákurinn í fánu Grikklands er hins vegar eðlusnákur eða montpelliersnákur (Malpolon monspessulanus) sem getur orðið um 2 metrar á lengd og er afkastamikill afræningi nagdýra.

Í Grikklandi finnast sjö tegundir eðla af ætt gekkóa sem lifa hvergi annars staðar villtar. Nokkrar tegundir skriðdýra og froskdýra sem lifa í Afríku finnast einnig í Miðausturlöndum og allt norður til Grikklands. Má þar til dæmis nefna afríska kamelljónið (Chamaeleo africanus).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.9.2009

Spyrjandi

Kristofer Henry, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Grikklandi?“ Vísindavefurinn, 3. september 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52647.

Jón Már Halldórsson. (2009, 3. september). Hvernig er dýralíf á Grikklandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52647

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Grikklandi?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralíf á Grikklandi?
Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu næstu þúsund árin. Í riti sínu um lífsögu dýra (Historia Animalium) lýsti Aristóteles rúmlega 600 dýrategundum, og 49 þessara tegunda hafði hann krufið og gat því einnig lýst innri gerð þeirra. Í þessu svari verður þó ekki staldrað við niðurstöður Aristótelesar heldur lauslega litið á dýralíf landsins eins og það er í upphafi 21. aldar.

Dýralíf í Grikklandi er afar fjölbreytt, enda mætast þar dýrafána Evrópu, Afríku og Asíu. Þrátt fyrir að Grikkland sé litlu stærra en Ísland eða rétt um 130 þúsund ferkílómetrar, er landslagið þar afar fjölbreytt og skýrir það að nokkru leyti af hverju svo margar tegundir finnast þar. Rúmlega 30% af landinu er fjallendi, þar finnast mýrar og gamlir skógar auk þess sem eyjur Grikklands eru fjölmargar. Náttúrlegar aðstæður á Grikklandi eins og eyjar og mikið fjalllendi, gera það að verkum að fjölmargar einlendar dýrategundir lifa þar, en það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar.

Alls hafa fundist 108 tegundir ferskvatnsfiska á Grikklandi og eru 35 þessara tegunda einlendar. Vitað er um 22 tegundir froskdýra, 61 tegund skriðdýra og 240 tegundir varpfugla. Spendýrategundirnar eru 116, þar af eru 57 tegundir á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, en í þessum tölum eru einnig sjávarspendýr sem finnast í Eyjahafinu.

Listi yfir fjölda dýrategunda í nokkrum flokkum dýra sem finnast á Grikklandi og í grískri lögsögu.

DýrahópurFjöldi tegundaFjöldi einlendra tegunda
Spendýr1112
Fuglar2400
Skriðdýr617
Froskdýr223
Fiskar - saltvatn447
Fiskar - ferskvatn10835
Skrápdýr107
Skordýr (beinvængjur) 346124
Skordýr (fiðrildi) 3197251
Skordýr (æðvængjur) 2800236
Skordýr (bjöllur) 68631329
Lindýr (sjó – og ferskvatn) 847498

Spendýr

Eitt helsta rándýr Grikklands er gullsjakalinn (Canis aureus) en hann er eina tegund afrískra sjakala sem finnst einnig í Asíu og Evrópu. Gullsjakalinn lifir víða á Balkanskaganum og Grikklandi en hann er hvergi mjög algengur nema í Búlgaríu. Sennilega er heildarstofnstærð hans í Grikklandi um eitt þúsund dýr.



Gullsjakalinn Canis aureus er eina sjakalategundin sem finnst utan Afríku.

En í dag finnast stærri rándýr í grískri náttúru. Brúnbjörn (Ursus arctos) finnst á tveimur stöðum, í fjalllendi nyrst í landinu. Stofnstærð brúnbjarna í Grikklandi er aðeins um 145 dýr.

Úlfar lifa í Grikklandi og árið 1998 var talið að stofnstærðin væri um 800 dýr. Þeir finnast allt frá Makedóníu í norðurhlutanum suður að miðhluta Pelópsskaga. Miðjarðarhafsúlfarnir eru mun minni en frændur þeirra á heimsskautasvæðunum. Stærstu dýrin verða vart meira en 40 kg eða um helmingur af stærð heimskautaúlfs.

Af öðrum landspendýrum má nefna villigeitur sem lifa í fjöllunum auk þess sem stofn þeirra finnst einnig á eyjunni Krít. Þessi tegund hefur horfið nær alls staðar annars staðar í Evrópu. Gemsur (Rupicapra rupicapra) finnast í afskekktu fjalllendi nyrst í landinu. Stofnstærð þeirra er aðeins um 600 dýr og eru þau alfriðuð en veiðiþjófnaður á þeim er því miður stundaður. Evrópska villisvínið (Sus scrofa) og rádýr (Capreolus capreolus) finnast um allt meginland Grikklands. Að lokum er vert að minnast á rauðhirti (Cervus elaphus) sem eru í reynd útdauðir í Grikklandi. Nokkur dýr voru hins vegar flutt inn fyrir nokkrum áratugum og nú eru um 150 dýr þessarar tegundar í þjóðgarði nærri Aþenu.

Sérstök tegund munkasela finnst í dýraríki Grikklands. Miðjarðarhafsmunkaselurinn (Monachus monachus) er eitt af sjaldgæfari spendýrum jarðar nú um stundir. Hann finnst við strendur Grikklands en áður fyrr voru sellátur hans meðfram öllum strandsvæðum Miðjarðarhafsins og allt vestur til Kanaríeyja og á Atlantshafsströnd Marokkó. Sennilega er heildarstofnstærð hans nú komin niður fyrir 400 dýr.



Miðjarðarhafsmunkaselurinn (Monachus monachus) er meðal sjaldgæfustu spendýra jarðar.

Fuglar

Alls verpa um 240 fuglategundir í Grikklandi en þar að auki hafa um 200 aðrar fuglategundir fundist í landinu. Á vefsíðunni Avibase má sjá lista yfir fjölskrúðugt fuglalíf landsins.

Skriðdýr og froskdýr

Þrjár tegundir sæskjaldbaka sjást reglulega innan lögsögu Grikklands. Ein þeirra, klumbudraga (Caretta caretta), verpir við strendur landsins, nánar tiltekið í Laganasflóa. Hinar tvær eru leðurbakur (Dermochelys coriacea) sem verpir aðeins á einum stað í Miðjarðarhafi við strendur Adríahafs í Albaníu, og græna sæskjaldbakan (Chelonia mydas) sem telst vera útbreiddust allra sæskjaldbaka.

Nokkrar tegundir eitraðra snáka lifa í Grikklandi. Þekktastar þeirra eru naðran (Vipera berus) sem er mjög útbreidd um alla Evrópu og sandnaðran (Vipera amodytes) sem er nokkuð stærri og getur orðið allt að metri á lengd. Þriðja tegundin er svokallaður evrópskur rottusnákur (Elaphe situla). Stærsti snákurinn í fánu Grikklands er hins vegar eðlusnákur eða montpelliersnákur (Malpolon monspessulanus) sem getur orðið um 2 metrar á lengd og er afkastamikill afræningi nagdýra.

Í Grikklandi finnast sjö tegundir eðla af ætt gekkóa sem lifa hvergi annars staðar villtar. Nokkrar tegundir skriðdýra og froskdýra sem lifa í Afríku finnast einnig í Miðausturlöndum og allt norður til Grikklands. Má þar til dæmis nefna afríska kamelljónið (Chamaeleo africanus).

Heimildir og myndir:

...