Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?

Jón Már Halldórsson

Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist.

Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra? Lífsferillinn hefst þegar kvenfluga verpir eggjum sínum í vatn eða votlendi þar sem þau þroskast og klekjast út sem lirfur. Á mjög köldum svæðum, eins og á Grænlandi, frjósa eggin í tjörnum og vötnum yfir vetrartímann og klekjast ekki út fyrr en að vori, í apríl eða maí þegar ís í tjörnum leysir. Lirfustigið hjá moskítóflugum á norðlægum slóðum er oft tvær til þrjár vikur áður en þær breytast í púpur seint í maí eða júní. Úr púpum skríða svo fullþroska flugur sem lifa í 2-4 vikur.

Flugnanet getur komið sér á Grænlandi yfir sumartímann.

Það er misjafnt hvort aðstæður leiði af sér góð „moskító-ár“ eða ekki. Rannsóknir á Grænlandi hafa sýnt að í einni tjörn sem er um það bil hálfur knattspyrnuvöllur að stærð getur fjöldi moskító-lirfa verið allt að 12 milljónir. Allt að 15% þeirra getur náð að þroskast í fullorðnar flugur en þættir eins og rysjótt tíð, þurrkar eða afrán annarra skordýra hafa áhrif á afkomu flugnanna.

Eins og áður sagði er „moskító-tímabilið“ frá um það bil miðjum júní og fram í ágúst. Þau sem vilja ferðast til Grænlands en vera laus við moskítóflugur gætu því valið annan tíma. Hins vegar hefur hlýnandi loftslag gert það að verkum að moskító-tíminn er ekki eins fyrirsjáanlegur og áður, flugurnar gætu verið fyrr á ferðinni eða seinna. Rannsóknir benda jafnframt til þess að með hlýnandi loftslagi styttist lirfustigið en þegar það stendur yfir eru afföll einmitt mjög mikil. Afleiðingin er sú að fullþroska flugum fjölgar sem aftur kann að auka líkurnar á því að dýr eða fólk verði fyrir biti. Það jákvæða er þó að moskítóflugur á Grænlandi bera ekki neina sjúkdóma.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.4.2023

Spyrjandi

Sigurður

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84684.

Jón Már Halldórsson. (2023, 21. apríl). Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84684

Jón Már Halldórsson. „Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist.

Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra? Lífsferillinn hefst þegar kvenfluga verpir eggjum sínum í vatn eða votlendi þar sem þau þroskast og klekjast út sem lirfur. Á mjög köldum svæðum, eins og á Grænlandi, frjósa eggin í tjörnum og vötnum yfir vetrartímann og klekjast ekki út fyrr en að vori, í apríl eða maí þegar ís í tjörnum leysir. Lirfustigið hjá moskítóflugum á norðlægum slóðum er oft tvær til þrjár vikur áður en þær breytast í púpur seint í maí eða júní. Úr púpum skríða svo fullþroska flugur sem lifa í 2-4 vikur.

Flugnanet getur komið sér á Grænlandi yfir sumartímann.

Það er misjafnt hvort aðstæður leiði af sér góð „moskító-ár“ eða ekki. Rannsóknir á Grænlandi hafa sýnt að í einni tjörn sem er um það bil hálfur knattspyrnuvöllur að stærð getur fjöldi moskító-lirfa verið allt að 12 milljónir. Allt að 15% þeirra getur náð að þroskast í fullorðnar flugur en þættir eins og rysjótt tíð, þurrkar eða afrán annarra skordýra hafa áhrif á afkomu flugnanna.

Eins og áður sagði er „moskító-tímabilið“ frá um það bil miðjum júní og fram í ágúst. Þau sem vilja ferðast til Grænlands en vera laus við moskítóflugur gætu því valið annan tíma. Hins vegar hefur hlýnandi loftslag gert það að verkum að moskító-tíminn er ekki eins fyrirsjáanlegur og áður, flugurnar gætu verið fyrr á ferðinni eða seinna. Rannsóknir benda jafnframt til þess að með hlýnandi loftslagi styttist lirfustigið en þegar það stendur yfir eru afföll einmitt mjög mikil. Afleiðingin er sú að fullþroska flugum fjölgar sem aftur kann að auka líkurnar á því að dýr eða fólk verði fyrir biti. Það jákvæða er þó að moskítóflugur á Grænlandi bera ekki neina sjúkdóma.

Heimildir og mynd:...