Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Krían ferðast um það bil 70.000 km á ári. Krían flýgur lengst allra fugla! Á allri ævi sinni fljúga kríur um það bil sömu vegalengd og til tunglsins og aftur til baka.
Þegar kríurnar eru á flugi til heitu landanna og aftur til baka þá bæði sofa þær og nærast á flugi. Þær vilja alls ekki blotna. Kríur éta smáa fiska, skordýr, rækjur, krabbadýr og hryggleysingja.
Heimildir: Thinkquest Junior. Myndin er fengin á sama stað.
Athugasemd ritstjórnar:
Líklega veit enginn nákvæmlega hve langt kríur geta flogið án þess að lenda. Eins og fram kemur í svarinu geta þær flogið mjög langt og fullnægt flestum þörfum sínum á flugi. Kannski má segja að þær geti flogið þar til þær þurfa að verpa, en það gera þær væntanlega ekki á flugi.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Guðni Þór Þrándarson og Stefán Páll Jónsson. „Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1500.
Guðni Þór Þrándarson og Stefán Páll Jónsson. (2001, 11. apríl). Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1500
Guðni Þór Þrándarson og Stefán Páll Jónsson. „Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1500>.