Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 216 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gera ráðherrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er UML?

UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er q-hlutfall?

q-hlutfall eða q-Tobins er notað í fjármálum og hagfræði til að tákna hlutfallið á milli annars vegar markaðsvirðis fyrirtækja og hins vegar kostnaðar við að endurnýja öll framleiðslutæki þess. Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæk...

category-iconFélagsvísindi

Er viðskiptahalli slæmur?

Á síðustu árum hefur mikill og þrálátur halli verið á viðskiptum Íslendinga við útlönd og um þennan viðskiptahalla hefur verið mikil opinber umræða. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um helstu kenningar hagfræðinnar um eðli og orsakir viðskiptahalla í ársskýrslu sinni fyrir árið 2000 og verður hér stiklað á ...

category-iconHeimspeki

Hvað er akademískt frelsi?

Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...

category-iconHagfræði

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framlegð?

Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?

Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þj...

category-iconLögfræði

Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag? Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar by...

category-iconFélagsvísindi

Hversu lengi getur hækkun á hlutabréfum fyrirtækja haldið áfram? Endar ekki með því að eitthvað springur?

Það er út af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu að hlutabréfaverð haldi áfram að þróast svipað og það hefur gert undanfarin ár, lækka suma daga en hækka aðra og hækki smátt og smátt þegar til langs tíma er litið. Söguleg reynsla sýnir að hlutabréf geta hækkað í verði smátt og smátt áratugum saman og ekkert bendir...

category-iconHugvísindi

Hver var Marcus Garvey?

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...

Fleiri niðurstöður