Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar.
Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann og hvaða vandamál gætu komið upp við smíðina, svo eitthvað sé nefnt. Hugbúnaðarhöfundar hafa úr ýmsum málum að velja til að gera slík líkön og UML er eitt þeirra. Einn af kostum UML er að það getur lýst hugbúnaði sem er þróaður með hlutbundnum (e. object-oriented) aðferðum.
UML er að mestu leyti rit eða teikningar en í því er einnig rökfræðilegt mál sem leyfir hönnuðum að setja fram skilyrði á stærðfræðilegan hátt. Til eru nokkrar tegundir UML-rita en þau skiptast í þrjá flokka:
Fyrsti flokkurinn hefur að geyma sístæðar (e. static) upplýsingar. Ritin í þessum flokki lýsa einingum og venslum á milli þeirra og geta einingarnar verið hlutir, klasar og íhlutir. Ritin sem lýsa sístæðu upplýsingunum eru hlutarit, klasarit, íhlutarit og útfærslurit.
Annar flokkurinn geymir kvikar (e. dynamic) upplýsingar og ritin í honum lýsa hegðun kerfisins. Þau eru notkunartilviksrit, stöðurit, verknaðarrit, runurit og samvirknisrit.
Þriðji flokkurinn inniheldur svo rit sem lýsa högun kerfisins og hafa þau að geyma pakka, undirkerfi og líkön.
OCL-hluti málsins (Object Constraint Language) gerir kleift að lýsa skilyrðum, það er fastayrðingum gagna, og for- og eftirskilyrðum falla. Aðgerðarhlutir eru viðbót við UML-málið og leyfa hönnuðum að lýsa aðgerð sem hlut. Aðgerðin hefur inntak og úttak sem svo aftur getur verið inntak í annan aðgerðarhlut.
Upphafsmenn UML voru þeir Ivar Jacobson, Grady Booch og James Rumbaugh sem hver um sig lagði til eigin hugmyndir. Síðan hefur málið þróast og er að jafnaði auglýst eftir nýjum tillögum og athugasemdum við það. Það er Object Management Group (OMG), samtök fyrirtækja, sem gefur út UML-málið og má sjá nánari umfjöllun um það á vef þeirra, www.omg.org.