Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er q-hlutfall?

Gylfi Magnússon

q-hlutfall eða q-Tobins er notað í fjármálum og hagfræði til að tákna hlutfallið á milli annars vegar markaðsvirðis fyrirtækja og hins vegar kostnaðar við að endurnýja öll framleiðslutæki þess. Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæki sem það notar þá er þetta hlutfall hærra en 1, annars minna en 1. Sé hlutfallið hærra en 1 þá virðast einhver verðmæti liggja í öðru en framleiðslutækjunum, til dæmis viðskiptavild eða hæfni stjórnenda og annarra starfsmanna.

Hlutfallið er stundum notað við ákvörðun um fjárfestingu. Sé það hærra en 1 þá virðast líkur til þess að markaðsvirði fyrirtækis vaxi ef það fjárfestir til að auka umsvif sín. Ef hlutfallið er lægra en 1 þá eru hins vegar líkur á því að skynsamlegt sé að festa ekki meira fé í rekstrinum og jafnvel að hætta rekstrinum og selja framleiðslutækin.

q-hlutfallið er einnig talsvert notað í þjóðhagfræði. Hlutfallið var fyrst sett fram af William Brainard og James Tobin, sem báðir voru við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, árið 1968. Tobin bætti síðan um betur með annarri grein um efnið ári síðar og er hlutfallið kennt við hann. Á ensku er talað um Tobin's q. James Tobin (1918-2002) var einn fremsti hagfræðingur 20. aldar og fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1981.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.2.2005

Spyrjandi

Ellen Ragnars Sverrisdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er q-hlutfall?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4740.

Gylfi Magnússon. (2005, 3. febrúar). Hvað er q-hlutfall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4740

Gylfi Magnússon. „Hvað er q-hlutfall?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4740>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er q-hlutfall?
q-hlutfall eða q-Tobins er notað í fjármálum og hagfræði til að tákna hlutfallið á milli annars vegar markaðsvirðis fyrirtækja og hins vegar kostnaðar við að endurnýja öll framleiðslutæki þess. Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæki sem það notar þá er þetta hlutfall hærra en 1, annars minna en 1. Sé hlutfallið hærra en 1 þá virðast einhver verðmæti liggja í öðru en framleiðslutækjunum, til dæmis viðskiptavild eða hæfni stjórnenda og annarra starfsmanna.

Hlutfallið er stundum notað við ákvörðun um fjárfestingu. Sé það hærra en 1 þá virðast líkur til þess að markaðsvirði fyrirtækis vaxi ef það fjárfestir til að auka umsvif sín. Ef hlutfallið er lægra en 1 þá eru hins vegar líkur á því að skynsamlegt sé að festa ekki meira fé í rekstrinum og jafnvel að hætta rekstrinum og selja framleiðslutækin.

q-hlutfallið er einnig talsvert notað í þjóðhagfræði. Hlutfallið var fyrst sett fram af William Brainard og James Tobin, sem báðir voru við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, árið 1968. Tobin bætti síðan um betur með annarri grein um efnið ári síðar og er hlutfallið kennt við hann. Á ensku er talað um Tobin's q. James Tobin (1918-2002) var einn fremsti hagfræðingur 20. aldar og fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1981.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...