Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 269 svör fundust
Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?
Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...
Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?
Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?
Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...
Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...
Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?
Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi. Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...
Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?
Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...
Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...
Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?
Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...
Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...
Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?
Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst: Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grinda...
Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?
Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...