Í dag eru mörgæsir friðaðar. Þrátt fyrir það reyndi japanskt fyrirtæki að fá leyfi til mörgæsaveiða á 9. áratug síðustu aldar og ætlunin var meðal annars að nota skinnið í golfhanska. Fyrirtækið varð gjaldþrota áður en ákvörðun um leyfisveitingu var tekin en ætla mætti að ef vilyrði hefði fengist hefðu umhverfis- og náttúrusamtök víða um heim mótmælt kröftuglega. Þótt veiðar ógni ekki tilveru mörgæsa í dag eru margir aðrir þættir sem gera það. Þar má nefna að ofnýting fiskistofna í Suðurhöfum getur haft slæmar afleiðingar fyrir afkomu mörgæsa. Einnig hafa búsvæði þeirra víða í Afríku verið eyðilögð. Aðrar dýrategundir sem hafa verið fluttar, viljandi eða óviljandi, til eyja sem mörgæsir byggja hafa valdið hnignun mörgæsastofna. Rottur leggjast á egg mörgæsanna en refir gera það einnig og éta líka ungana. Þrjár mörgæsategundir hafa verið sérlega hart leiknar af okkur mönnunum en það eru afríkumörgæsin (Spheniscus demersus), gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes) og humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti). Mynd: Gerhard Suder's Fotoseite
Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Í dag eru mörgæsir friðaðar. Þrátt fyrir það reyndi japanskt fyrirtæki að fá leyfi til mörgæsaveiða á 9. áratug síðustu aldar og ætlunin var meðal annars að nota skinnið í golfhanska. Fyrirtækið varð gjaldþrota áður en ákvörðun um leyfisveitingu var tekin en ætla mætti að ef vilyrði hefði fengist hefðu umhverfis- og náttúrusamtök víða um heim mótmælt kröftuglega. Þótt veiðar ógni ekki tilveru mörgæsa í dag eru margir aðrir þættir sem gera það. Þar má nefna að ofnýting fiskistofna í Suðurhöfum getur haft slæmar afleiðingar fyrir afkomu mörgæsa. Einnig hafa búsvæði þeirra víða í Afríku verið eyðilögð. Aðrar dýrategundir sem hafa verið fluttar, viljandi eða óviljandi, til eyja sem mörgæsir byggja hafa valdið hnignun mörgæsastofna. Rottur leggjast á egg mörgæsanna en refir gera það einnig og éta líka ungana. Þrjár mörgæsategundir hafa verið sérlega hart leiknar af okkur mönnunum en það eru afríkumörgæsin (Spheniscus demersus), gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes) og humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti). Mynd: Gerhard Suder's Fotoseite
Útgáfudagur
20.10.2004
Spyrjandi
Þórey Pétursdóttir
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?“ Vísindavefurinn, 20. október 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4566.
Jón Már Halldórsson. (2004, 20. október). Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4566
Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4566>.