Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 242 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?

Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?

Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...

category-iconHeimspeki

Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?

Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...

category-iconFöstudagssvar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

category-iconUnga fólkið svarar

Má baða hunda og þá hve oft?

Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?

Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna. Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og B...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?

Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta kanínur?

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...

category-iconHagfræði

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

category-iconStjórnmálafræði

Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?

Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

category-iconHeimspeki

Af hverju skerðir ríkið réttindi fólks vegna COVID-19?

Til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf að tryggja því ákveðin réttindi sem stuðla að velferð þess og frelsi. Margir telja það vera hlutverk ríkisins að tryggja þessar forsendur mannsæmandi lífs. Í COVID-19-heimsfaraldrinum hefur frelsi fólks víða um heim verið skert. Á Íslandi var snemma gripið til s...

Fleiri niðurstöður