Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?

Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...

category-iconLögfræði

Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?

Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi. Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?

Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...

category-iconLögfræði

Er hægt að setja lög á Suðurskautslandinu sem Íslendingar verða að fara eftir?

Suðurskautslandið er ekki sjálfstætt ríki og því er þar enginn sjálfstæður löggjafarvaldshafi eða löggjafi. Nokkur ríki gera tilkall til ákveðinna hluta Suðurskautslandsins en óljóst er hvaða hlutar þess tilheyra hverju. Því verða ekki sett lög á Suðurskautslandinu sem slíku og af því leiðir að Íslendingar hvorki ...

category-iconLögfræði

Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?

Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...

category-iconLögfræði

Hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?

Uppreist æru felur í stuttu máli í sér að fá að njóta aftur réttinda sem glatast við það að fá fangelsisdóm. Sem dæmi má nefna kjörgengi til Alþingis eins og fram kemur í 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis. Þar segir:Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hef...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur verið gert í tóbaksvörnum á Íslandi og hefur það áhrif?

Íslendingar hafa lengi verið í fararbroddi tóbaksvarna en hvergi í Evrópu er hlutfall reykingafólks jafn lágt, eða tæp 6% árið 2023. Þetta er ívið lægra en hjá Svíum sem fylgja þétt á hæla okkar en nota mun meira munntóbak en gert er hérlendis. Hlutfall reyklausra karla og kvenna er nú svipað á Íslandi, en upp úr ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?

Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex). Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?

Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?

Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...

category-iconUmhverfismál

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

Fleiri niðurstöður