Aftur á móti nefndist gervitunglaáætlun Sovétríkjanna á árunum 1959-1976 Luna-verkefnið og gervitunglin sjálf hlutu nöfnin Luna 1, Luna 2, Luna 17 og svo framvegis. Nafn áætlunarinnar er dregið af rússneska orðinu luna sem merkir tungl og er komið úr latínu. Enska orðið lunatic tengist einnig tunglinu. Það merkti upphaflega manneskju sem haldin var tunglgeggjun sem var talin vera einhvers konar sturlun af völdum tunglsins og haldast í hendur við kvartilaskipti tunglsins. Enska orðið var notað í þessari merkingu þegar á 13. öld en er komið af latneska orðinu lunaticus sem hafði sömu merkingu. Í dag er orðið notað um hvers kyns brjálæði. -- Hér má einnig geta þess að erlenda orðið um tíðir kvenna, menstruation, er dregið af latínu 'menses, mánuður og komið til af því að tíðir voru taldar fylgja tunglmánuðinum. Mynd:
Aftur á móti nefndist gervitunglaáætlun Sovétríkjanna á árunum 1959-1976 Luna-verkefnið og gervitunglin sjálf hlutu nöfnin Luna 1, Luna 2, Luna 17 og svo framvegis. Nafn áætlunarinnar er dregið af rússneska orðinu luna sem merkir tungl og er komið úr latínu. Enska orðið lunatic tengist einnig tunglinu. Það merkti upphaflega manneskju sem haldin var tunglgeggjun sem var talin vera einhvers konar sturlun af völdum tunglsins og haldast í hendur við kvartilaskipti tunglsins. Enska orðið var notað í þessari merkingu þegar á 13. öld en er komið af latneska orðinu lunaticus sem hafði sömu merkingu. Í dag er orðið notað um hvers kyns brjálæði. -- Hér má einnig geta þess að erlenda orðið um tíðir kvenna, menstruation, er dregið af latínu 'menses, mánuður og komið til af því að tíðir voru taldar fylgja tunglmánuðinum. Mynd: