Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím?Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu húsblas á íslensku og enn fremur gelatín, sem er jafnframt algengasta erlenda heitið. Í bandvef allra dýra er prótín sem kallast kollagen. Það myndar langa og sterka þræði sem halda vefjum saman. Þegar bandvefur er soðinn losna kollagenþræðirnir í sundur. Þetta ferli kallast vatnsrof eða hydrolysis á erlendum málum. Þegar búið er að brjóta prótínþræðina í kollageninu í sundur er hægt að hreinsa þá úr soðinu. Þeir eru þá oft mótaðir í þunnar, glærar plötur sem fást í langflestum matvörubúðum hér á landi.

Matarlím er prótín sem fæst með vatnsrofi á afgöngum sláturdýra og fiska. Það er hægt kaupa í þunnum, glærum plötum og er meðal annars notað til að þykkja ýmsa rétti.
- File:Gelatine.png - Wikimedia Commons. (Sótt 20.09.2023). Myndin er eftir Danielle dk.