Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

JGÞ

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím?

Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu húsblas á íslensku og enn fremur gelatín, sem er jafnframt algengasta erlenda heitið.

Í bandvef allra dýra er prótín sem kallast kollagen. Það myndar langa og sterka þræði sem halda vefjum saman. Þegar bandvefur er soðinn losna kollagenþræðirnir í sundur. Þetta ferli kallast vatnsrof eða hydrolysis á erlendum málum. Þegar búið er að brjóta prótínþræðina í kollageninu í sundur er hægt að hreinsa þá úr soðinu. Þeir eru þá oft mótaðir í þunnar, glærar plötur sem fást í langflestum matvörubúðum hér á landi.

Matarlím er prótín sem fæst með vatnsrofi á afgöngum sláturdýra og fiska. Það er hægt kaupa í þunnum, glærum plötum og er meðal annars notað til að þykkja ýmsa rétti.

Ástæða þess að matvæli þykkna þegar matarlími er bætt við þau, er að þegar maturinn kólnar festast kollagenbútarnir — sem upphaflega var sundrað með vatnsrofi — aftur saman að hluta. Þetta má einnig sjá þegar kjötsúpa kólnar og verður þá þykkari en þegar hún var heit.

Hægt er að lesa meira um matarlím og kollagen í svari við spurningunni Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2023

Síðast uppfært

14.2.2024

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?“ Vísindavefurinn, 5. október 2023, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85529.

JGÞ. (2023, 5. október). Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85529

JGÞ. „Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2023. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85529>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím?

Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu húsblas á íslensku og enn fremur gelatín, sem er jafnframt algengasta erlenda heitið.

Í bandvef allra dýra er prótín sem kallast kollagen. Það myndar langa og sterka þræði sem halda vefjum saman. Þegar bandvefur er soðinn losna kollagenþræðirnir í sundur. Þetta ferli kallast vatnsrof eða hydrolysis á erlendum málum. Þegar búið er að brjóta prótínþræðina í kollageninu í sundur er hægt að hreinsa þá úr soðinu. Þeir eru þá oft mótaðir í þunnar, glærar plötur sem fást í langflestum matvörubúðum hér á landi.

Matarlím er prótín sem fæst með vatnsrofi á afgöngum sláturdýra og fiska. Það er hægt kaupa í þunnum, glærum plötum og er meðal annars notað til að þykkja ýmsa rétti.

Ástæða þess að matvæli þykkna þegar matarlími er bætt við þau, er að þegar maturinn kólnar festast kollagenbútarnir — sem upphaflega var sundrað með vatnsrofi — aftur saman að hluta. Þetta má einnig sjá þegar kjötsúpa kólnar og verður þá þykkari en þegar hún var heit.

Hægt er að lesa meira um matarlím og kollagen í svari við spurningunni Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:...