Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 105 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virkar sólarorka í öllum veðrum?

Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?

Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconStjórnmálafræði

Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?

Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna fl...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?

Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos?

Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconSálfræði

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?

Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig myndast svarthol í geimnum?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?

Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...

Fleiri niðurstöður