Þegar taugaboð sem berst eftir himnu taugungs er komið í símaenda örvar það taugamótablöðrur til að færast að himnunni og losa taugaboðefni sitt út í taugamótin sem er örsmátt bil á milli símaendanna og frumunnar hinum megin þeirra. Fruman hinum megin mótanna tekur upp taugaboðefnið og örvast. Ef þessi fruma er önnur taugafruma vaknar taugaboð í henni og berst áfram eftir himnu hennar. Ef fruman er vöðvafruma dregst hún saman og ef hún er kirtilfruma seytir hún afurð sinni út úr frumunni. Sumir taugaþræðir, einkum símar, eru mjög langir og til þess að boð flytjist eftir þeim sem hraðast eru þeir einangraðir með svokölluðu mýlisslíðri. Mýli er fituríkt efni myndað af mýlisfrumum (e. Schwann cells) sem vefja sig um símann. Milli tveggja mýlisfruma utan um taugaþráð er örlítið bil, mýlisskor, þar sem þráðurinn er ber (ómýldur) og taugaboð getur myndast. Taugaboð stekkur þannig milli mýlisskora og þýtur milli þeirra eftir yfirborði mýlisfrumanna. Heimildir og mynd:
Þegar taugaboð sem berst eftir himnu taugungs er komið í símaenda örvar það taugamótablöðrur til að færast að himnunni og losa taugaboðefni sitt út í taugamótin sem er örsmátt bil á milli símaendanna og frumunnar hinum megin þeirra. Fruman hinum megin mótanna tekur upp taugaboðefnið og örvast. Ef þessi fruma er önnur taugafruma vaknar taugaboð í henni og berst áfram eftir himnu hennar. Ef fruman er vöðvafruma dregst hún saman og ef hún er kirtilfruma seytir hún afurð sinni út úr frumunni. Sumir taugaþræðir, einkum símar, eru mjög langir og til þess að boð flytjist eftir þeim sem hraðast eru þeir einangraðir með svokölluðu mýlisslíðri. Mýli er fituríkt efni myndað af mýlisfrumum (e. Schwann cells) sem vefja sig um símann. Milli tveggja mýlisfruma utan um taugaþráð er örlítið bil, mýlisskor, þar sem þráðurinn er ber (ómýldur) og taugaboð getur myndast. Taugaboð stekkur þannig milli mýlisskora og þýtur milli þeirra eftir yfirborði mýlisfrumanna. Heimildir og mynd: