Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu.

Það er ekkert eitt svar við því hvernig jarðaför fer fram hjá þeim sem ekki eru í þjóðkirkjunni þar sem til eru mörg önnur trúfélög sem hafa sína siði og venjur auk þess sem fólk getur staðið utan trúfélaga. Meginreglan er sú að útför fer fram samkvæmt siðum þess trúfélags sem hinn látni tilheyrir, eða með öðrum hætti ef ekki er um að ræða neina trúfélagsaðild.


Í hindúasið eru hinir látnu brenndir á báli.

Landlæknisembættið hefur gefið út ritið Menningarheimar mætast. Áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem komið mjög stuttlega inn á hvaða hefðir og venjur eru við útför og greftrun hjá ýmsum trúfélögum. Eining hefur Landlæknisembættið gefið út rit sem inniheldur leiðbeiningar við andlát þar sem tæpt er á atriðum sem varða jarðarför einstaklinga sem aðhyllast aðra trú en kristni. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast sérstaklega um útfararsiði einstaka trúfélaga geta líka haft samband við viðkomandi trúfélag og fengið nánari upplýsingar.

Þegar látinn einstaklingur hefur verið utan trúfélaga ákveða aðstandendur hvernig útför er háttað. Vissulega geta þeir ákveðið að halda hana eftir siðum einhvers trúfélags. Hins vegar er líka til í dæminu að hinn látni er fluttur beint úr líkhúsi í kirkjugarð, duftreit eða til öskudreifingar. Einnig eru hægt að hafa veraldlega útför sem fer þá fram án prests eða annars fulltrúa trúfélags og eru trúarleg tákn og athafnir við útförina þá óþarfar. Á vef Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, er fjallað um veraldlegar eða húmanískar útfarir. Þar segir meðal annars:

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur. Athafnarstjóri Siðmenntar stýrir athöfninni og fer með minningarorð og veraldlega siðræna hugleiðslu. Tónlist, söngur og ljóð eða önnur listræn tjáning eru ríkur þáttur af athöfninni sem ber jafnan ákaflega virðulegt og hlýtt yfirbragð. Ættingjar og vinir geta lagt sitt af mörkum innan ákveðins tímaramma sé þess óskað, t.d. með lestri ljóðs eða stuttrar persónulegrar minningarræðu.

Veraldlegar athafnir af þessu tagi eru ekki bundnar við að sá látni hafi verið trúlaus heldur standa öllum til boða en vissulega með þeim formerkjum að yfirbragðið er ekki trúarlegt á neinn hátt.

Þótt skylt sé að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eru útfarir ekki bundnar við kirkjur heldur geta þær einnig farið fram í kapellum, bænhúsum, samkomuhúsum trúfélaga, heimahúsum og ýmsum öðrum samkomustöðum, allt eftir trú, vilja og óskum hins látna og/eða aðstandenda. Kirkjugörðum ber ekki skylda að sjá fyrir óvígðum reitum, en það veltur á kirkjugarðsnefnd hvers garðs hvort að gert sé ráð fyrir slíkum reitum. Í Gufuneskirkjugarði eru grafreitir fyrir fólk af ýmsum trúarbrögðum svo sem kristintrúar, búddatrúar, íslamstrúar og ásatrúar. Einnig er reitur fyrir þá sem standa fyrir utan trúfélög.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin hans Ásgeirs hljóðaði upprunalega svona:
Hvernig og hvar fer útför trúleysingja fram? Eru einhverjar reglur ellegar lög sem kveða á um greftrun einstaklinga? Oftar en ekki virðast hinir yfirlýstu trúleysingjar vera jarðsungnir í kirkjum að kristnum sið, og er það ástæða þessarar spurningar.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.9.2008

Spyrjandi

Ingimar Torfi Sigurðsson, Ásgeir Nikulás Ásgeirsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?“ Vísindavefurinn, 22. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48658.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 22. september). Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48658

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48658>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?
Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu.

Það er ekkert eitt svar við því hvernig jarðaför fer fram hjá þeim sem ekki eru í þjóðkirkjunni þar sem til eru mörg önnur trúfélög sem hafa sína siði og venjur auk þess sem fólk getur staðið utan trúfélaga. Meginreglan er sú að útför fer fram samkvæmt siðum þess trúfélags sem hinn látni tilheyrir, eða með öðrum hætti ef ekki er um að ræða neina trúfélagsaðild.


Í hindúasið eru hinir látnu brenndir á báli.

Landlæknisembættið hefur gefið út ritið Menningarheimar mætast. Áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem komið mjög stuttlega inn á hvaða hefðir og venjur eru við útför og greftrun hjá ýmsum trúfélögum. Eining hefur Landlæknisembættið gefið út rit sem inniheldur leiðbeiningar við andlát þar sem tæpt er á atriðum sem varða jarðarför einstaklinga sem aðhyllast aðra trú en kristni. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast sérstaklega um útfararsiði einstaka trúfélaga geta líka haft samband við viðkomandi trúfélag og fengið nánari upplýsingar.

Þegar látinn einstaklingur hefur verið utan trúfélaga ákveða aðstandendur hvernig útför er háttað. Vissulega geta þeir ákveðið að halda hana eftir siðum einhvers trúfélags. Hins vegar er líka til í dæminu að hinn látni er fluttur beint úr líkhúsi í kirkjugarð, duftreit eða til öskudreifingar. Einnig eru hægt að hafa veraldlega útför sem fer þá fram án prests eða annars fulltrúa trúfélags og eru trúarleg tákn og athafnir við útförina þá óþarfar. Á vef Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, er fjallað um veraldlegar eða húmanískar útfarir. Þar segir meðal annars:

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur. Athafnarstjóri Siðmenntar stýrir athöfninni og fer með minningarorð og veraldlega siðræna hugleiðslu. Tónlist, söngur og ljóð eða önnur listræn tjáning eru ríkur þáttur af athöfninni sem ber jafnan ákaflega virðulegt og hlýtt yfirbragð. Ættingjar og vinir geta lagt sitt af mörkum innan ákveðins tímaramma sé þess óskað, t.d. með lestri ljóðs eða stuttrar persónulegrar minningarræðu.

Veraldlegar athafnir af þessu tagi eru ekki bundnar við að sá látni hafi verið trúlaus heldur standa öllum til boða en vissulega með þeim formerkjum að yfirbragðið er ekki trúarlegt á neinn hátt.

Þótt skylt sé að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eru útfarir ekki bundnar við kirkjur heldur geta þær einnig farið fram í kapellum, bænhúsum, samkomuhúsum trúfélaga, heimahúsum og ýmsum öðrum samkomustöðum, allt eftir trú, vilja og óskum hins látna og/eða aðstandenda. Kirkjugörðum ber ekki skylda að sjá fyrir óvígðum reitum, en það veltur á kirkjugarðsnefnd hvers garðs hvort að gert sé ráð fyrir slíkum reitum. Í Gufuneskirkjugarði eru grafreitir fyrir fólk af ýmsum trúarbrögðum svo sem kristintrúar, búddatrúar, íslamstrúar og ásatrúar. Einnig er reitur fyrir þá sem standa fyrir utan trúfélög.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin hans Ásgeirs hljóðaði upprunalega svona:
Hvernig og hvar fer útför trúleysingja fram? Eru einhverjar reglur ellegar lög sem kveða á um greftrun einstaklinga? Oftar en ekki virðast hinir yfirlýstu trúleysingjar vera jarðsungnir í kirkjum að kristnum sið, og er það ástæða þessarar spurningar.
...