Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5371 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru háloftavindar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...

category-iconMannfræði

Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?

Spyrjandi bætir við: Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir? Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?

Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...

category-iconLæknisfræði

Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...

category-iconLandafræði

Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?

Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked). Í dag eru landlu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?

Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er sjósund í köldum sjó hollt?

Sjósund hefur ekki verið rannsakað mikið og því er lítið hægt að fullyrða um hollustu eða skaðsemi þess. Sjósund reynir á líkamann og almennt gildir að mátuleg áreynsla er holl. Regluleg og hæfileg áreynsla framkallar aðlögun í líffærakerfum okkar og það hefur sýnt sig að þannig er hægt auka lífslíkur og draga úr ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?

Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...

category-iconStærðfræði

Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?

Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir holið í Hollandi?

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?

Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn. Á Íslandi er fyrra ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. ...

Fleiri niðurstöður