Það er ekki gott að segja hver er lægsti tindur Aserbaídsjan og gildir í því sambandi það sama og fram kemur í svari við spurningunni Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór? Hins vegar er lægsti staður landsins strönd Kaspíahafsins sem er 28 metrum undir sjávarmáli. Hægt er að lesa meira um Aserbaídsjan í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan? og um Kákasus í svari við spurningunni Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin? Heimildir og mynd:
- Azerbaijan á The World Factbook. Sótt 1. 4. 2008.
- Extreme points of Azerbaijan á Wikipedia. Skoðað 1. 4. 2008.
- Ministry of Foreign Affairs. Sótt 8.4.2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.