Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2479 svör fundust
Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?Hvernig getur maður hætt að hrjóta? Er það algengara að karlmenn hrjóti?Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum? Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvu...
Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...
Hvernig fæðir fólk börn?
Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...
Af hverju kúkar fólk?
Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...
Hvernig verður fólk fatlað?
Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Samkvæmt íslenskum lögum um málefni fatlaðra er fatlaður einstaklingur manneskja sem að þarf á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar sinnar. Er þar átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- eða...
Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?
Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...
Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu? Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir...
Hvaðan kemur íslenska orðið von?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...
Hvað eru hörgulsjúkdómar?
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...
Af hverju var Alþingi stofnað?
Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...
Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?
Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...
Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...
Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...
Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?
Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...
Hvort er réttara að segja keypti eða kaupti?
Sögnin að kaupa er veik sögn sem beygist í kennimyndum kaupa - keypti - keypt. Sögnin beygist þannig í nútíð og þátíð: Nútíð - Þátíð 1.p.et. kaupi - keypti 2.p. kaupir - keyptir 3.p. kaupir - keypti 1.p.ft. kaupum - keyptum 2.p. kaupið - keyptuð 3.p. kaupa - keyptu Á eldra málstigi varð hljóðbreyting í ...