Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu?Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir, áleitni; léleg slægja eða slægjuland, einkum í sams. eins og útskefjar’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:834). Talað er um að menn skuli halda sér í skefjum þegar menn ættu að reyna að hafa taumhald á sér. Í eldra máli þekktist einnig að hafa sig í skefjum í merkingunni ‘deila, þrátta’ og hafa einhvern í skefjum í merkingunni ‘áreita einhvern’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók, Reykjavík. Bókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar (arnastofnun.is).
- Men Arguing in Market, Caucasia Colombia | Adam Cohn | Flickr. (Sótt 9.05.2021). Myndina tók Adam Cohn og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-NC-ND 2.0