Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fæðir fólk börn?

MBS

Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr.

Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæðu kyni til þess að frjóvgun geti átt sér stað. Hjá manninum leggur karlmaðurinn til sáðfrumuna en konan eggið. Æxlun fer fram við samfarir þar sem karlinn hefur sáðlát inn í leggöng konunnar. Þá getur sáðfruma komist að eggi og frjóvgað það, en frjóvgað egg kallast okfruma. Þá hafa kjarnar sáðfrumunnar og eggsins runnið saman. Okfruman eða fósturvísirinn tekur sér bólfestu í slímhúð legsins og skiptir sér þar og stækkar.

Miðað er við að meðgangan sé á bilinu 38-42 vikur. Á þessum tíma þroskast fóstrið og í lok meðgöngu eru innri og ytri líffæri barnsins orðin nægilega þroskuð til að takast á við lífið utan legsins. Hægt er að lesa nánar um fósturþroska eftir vikum á ungi.is.

Þegar barnið er orðið fullburða fer fæðingin af stað hjá konunni. Fæðingunni er skipt niður í þrjú stig: útvíkkunartímabilið, rembingstímabilið og svo fæðingu fylgjunnar. Á útvíkkunartímabilinu byrja hríðirnar og legháls konunnar fer að opnast, styttast og þynnast. Þegar leghálsinn er ekki lengur til fyrirstöðu hefst rembingstímabilið. Þá þarf konan að rembast til að þrýsta barninu út um leghálsinn. Þessu tímabili lýkur þegar barnið er komið í heiminn. Að lokum þarf konan að þrýsta út fylgjunni. Nánar má lesa um þetta á ljosmodir.is.

Þegar barnið kemur í heiminn er það algjörlega ósjálfbjarga og fullkomlega upp á foreldra sína komið. Það þroskast hins vegar hratt fyrstu mánuðina og árin bæði að líkamlegum og andlegum burðum. Líkamlegur þroski tekur svo venjulega enda um 18 ára aldurinn hjá stúlkum en um 20 ára hjá drengjum. Félagslegur og andlegur þroski getur hins vegar haldið áfram alla ævi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig er bent á eftirfarandi síður til frekari fróðleiks um getnað, meðgöngu og fæðingu:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Kristófer Jensson, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Hvernig fæðir fólk börn?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6284.

MBS. (2006, 9. október). Hvernig fæðir fólk börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6284

MBS. „Hvernig fæðir fólk börn?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6284>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fæðir fólk börn?
Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr.

Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæðu kyni til þess að frjóvgun geti átt sér stað. Hjá manninum leggur karlmaðurinn til sáðfrumuna en konan eggið. Æxlun fer fram við samfarir þar sem karlinn hefur sáðlát inn í leggöng konunnar. Þá getur sáðfruma komist að eggi og frjóvgað það, en frjóvgað egg kallast okfruma. Þá hafa kjarnar sáðfrumunnar og eggsins runnið saman. Okfruman eða fósturvísirinn tekur sér bólfestu í slímhúð legsins og skiptir sér þar og stækkar.

Miðað er við að meðgangan sé á bilinu 38-42 vikur. Á þessum tíma þroskast fóstrið og í lok meðgöngu eru innri og ytri líffæri barnsins orðin nægilega þroskuð til að takast á við lífið utan legsins. Hægt er að lesa nánar um fósturþroska eftir vikum á ungi.is.

Þegar barnið er orðið fullburða fer fæðingin af stað hjá konunni. Fæðingunni er skipt niður í þrjú stig: útvíkkunartímabilið, rembingstímabilið og svo fæðingu fylgjunnar. Á útvíkkunartímabilinu byrja hríðirnar og legháls konunnar fer að opnast, styttast og þynnast. Þegar leghálsinn er ekki lengur til fyrirstöðu hefst rembingstímabilið. Þá þarf konan að rembast til að þrýsta barninu út um leghálsinn. Þessu tímabili lýkur þegar barnið er komið í heiminn. Að lokum þarf konan að þrýsta út fylgjunni. Nánar má lesa um þetta á ljosmodir.is.

Þegar barnið kemur í heiminn er það algjörlega ósjálfbjarga og fullkomlega upp á foreldra sína komið. Það þroskast hins vegar hratt fyrstu mánuðina og árin bæði að líkamlegum og andlegum burðum. Líkamlegur þroski tekur svo venjulega enda um 18 ára aldurinn hjá stúlkum en um 20 ára hjá drengjum. Félagslegur og andlegur þroski getur hins vegar haldið áfram alla ævi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig er bent á eftirfarandi síður til frekari fróðleiks um getnað, meðgöngu og fæðingu:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....