Ef kona er gengin 40+ vikur, hvers vegna er hún sett af stað í stað þess að leyfa náttúrunni að ráða og láta hana ganga með barnið uns það kemur?Í fræðunum er talað um að eðlileg lengd meðgöngu séu 38-42 vikur. Ef meðgangan er eðlileg og móðirin heilbrigð þá er farsælast fyrir bæði móður og barn að fæðingin fari sjálfkrafa af stað. Hins vegar sýna rannsóknir að það er algengara að legvatnið sé litað af fósturhægðum eftir 41 viku meðgöngu sem getur leitt til vandræða fyrir barnið í fæðingunni. Slík tilvik eru þó afar fátíð og með góðri umönnun og eftirliti í fæðingu verður slíkt sjaldnast vandamál.
Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur?
Útgáfudagur
9.11.2004
Spyrjandi
Jana Valsdóttir
Tilvísun
Helga Gottfreðsdóttir. „Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4602.
Helga Gottfreðsdóttir. (2004, 9. nóvember). Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4602
Helga Gottfreðsdóttir. „Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4602>.