Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 599 svör fundust
Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?
Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum? Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 200...
Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?
Spurningin öll var svohljóðandi:Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta...
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?
Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erl...
Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?
Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B. Málið flækist nokkuð ef...
Er hægt að stela frá sjálfum sér?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að ...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...
Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?
Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórna...
Hvað þýðir www?
Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur. Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yf...
Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?
Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega ...
Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?
Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...
Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?
Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...