Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?

HT

Spurningin öll var svohljóðandi:
Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta kannski alröng skýring?

Á undan jarðskjálftum hleðst upp spenna í jarðskorpunni svipað og þegar við sveigjum bambusstöng. Skjálftinn verður síðan við það að skorpan springur skyndilega, oftast á einum stað í fyrstu en bylgjan þaðan veldur svo sprungum annars staðar í kring. Talið er að jarðhræringarnar sem orðið hafa að undanförnu hafi með þessum hætti létt þrýstingi af jarðhitasvæðinu við Geysi og opnað brot og glufur í berginu þannig að greiðara rennsli verður fyrir heitt vatn, meðal annars í Geysi. Við slík átök geta aðrar glufur einnig orðið undir í baráttunni og lokast.

Höfundur

jarðfræðingur, safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands

Útgáfudagur

11.7.2000

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem

Tilvísun

HT. „Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=630.

HT. (2000, 11. júlí). Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=630

HT. „Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=630>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?
Spurningin öll var svohljóðandi:

Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta kannski alröng skýring?

Á undan jarðskjálftum hleðst upp spenna í jarðskorpunni svipað og þegar við sveigjum bambusstöng. Skjálftinn verður síðan við það að skorpan springur skyndilega, oftast á einum stað í fyrstu en bylgjan þaðan veldur svo sprungum annars staðar í kring. Talið er að jarðhræringarnar sem orðið hafa að undanförnu hafi með þessum hætti létt þrýstingi af jarðhitasvæðinu við Geysi og opnað brot og glufur í berginu þannig að greiðara rennsli verður fyrir heitt vatn, meðal annars í Geysi. Við slík átök geta aðrar glufur einnig orðið undir í baráttunni og lokast....