Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega breyst í almenna spurningu án þess að setningaskipan breytist. Það eina sem breytist er spurningarmerkið. Dæmi: "Está mejor tu hermana." (Systir þín er betri). "¿Está mejor tu hermana?" (Er systir þín betri?) Munurinn á spænsku og íslensku í þessu samhengi er augljós þar sem sögnin færist venjulega fremst í setninguna í spurningum í íslensku. Dæmi: "Er systir þín betri?" Það er ekki nauðsynlegt í spænsku og hægt er að segja: "Tu hermano está mejor" (Bróðir þinn er betri) og "¿Tu hermano está mejor?" (Er bróðir þinn betri?) Takið eftir að sögnin í spænsku setningunum færist ekki úr stað. Aðaltilgangurinn með því að setja spurningarmerkið á hvolf í upphafi setningar er að nauðsynlegt er að vara lesandann við áður en lestur hefst því tónn raddarinnar breytist strax í upphafi spurnarsetningar. Hann fer upp á við.
Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega breyst í almenna spurningu án þess að setningaskipan breytist. Það eina sem breytist er spurningarmerkið. Dæmi: "Está mejor tu hermana." (Systir þín er betri). "¿Está mejor tu hermana?" (Er systir þín betri?) Munurinn á spænsku og íslensku í þessu samhengi er augljós þar sem sögnin færist venjulega fremst í setninguna í spurningum í íslensku. Dæmi: "Er systir þín betri?" Það er ekki nauðsynlegt í spænsku og hægt er að segja: "Tu hermano está mejor" (Bróðir þinn er betri) og "¿Tu hermano está mejor?" (Er bróðir þinn betri?) Takið eftir að sögnin í spænsku setningunum færist ekki úr stað. Aðaltilgangurinn með því að setja spurningarmerkið á hvolf í upphafi setningar er að nauðsynlegt er að vara lesandann við áður en lestur hefst því tónn raddarinnar breytist strax í upphafi spurnarsetningar. Hann fer upp á við.