Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að stela frá sjálfum sér?

Lena Mjöll Markusdóttir

Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að svara spurningunni játandi. Þegar viðkomandi man svo eftir því sem hann gleymdi mætti segja að hann hafi skilað því sem hann stal.

Höfundur þessa svars er lögfræðingur og svarið tekur því mið af því hvort lög kveði á um að hægt sé að stela frá sjálfum sér. Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega nei! Það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér. Nánar tiltekið er ekki hægt að stela verðmætum frá sjálfum sér og eiga á hættu að hljóta fyrir það refsingu samkvæmt íslenskum lögum.

Það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér og eiga á hættu að hljóta fyrir það refsingu samkvæmt íslenskum lögum.

Margt getur falist í sögninni að stela, allt eftir því hvernig brotið er framið. Þar getur til dæmis verið um að ræða þjófnað, gripdeild, rán, fjárdrátt eða fjársvik. Öll eiga þessi brot það þó sameiginlegt að teljast til auðgunarbrota samkvæmt almennum hegningarlögum. Skilyrði fyrir því að um auðgunarbrot sé að ræða er að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Það þýðir að gerandinn ætli að afla sjálfum sér eða öðrum ávinnings á þann hátt að annar maður bíði ólöglega fjártjón að sama skapi. Verðmætin færast þannig frá einum til annars með ólögmætum hætti.

Það gefur augaleið að það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér út frá þessum formerkjum, þar sem engin auðgun ætti sér stað hjá gerandanum. Með öðrum orðum getur getur gerandinn ekki hagnast á því að stela frá sjálfum sér. Einnig er erfitt að ímynda sér aðstæður þar fjármunirnir færast með ólögmætum hætti, þar sem fjármunirnir færast í raun ekki neitt ef gerandinn og fórnarlambið eru sami aðilinn.

Við tilteknar aðstæður er þó hægt að segja að verið sé að stela frá sjálfum sér. Það er hægt að stela verðmætum sem maður á í sameiningu með öðrum. Sem dæmi má nefna verðmæti sem hjón eiga í sameign eða sérgreind hjúskapareign annars aðilans. Fari gerandinn sjálfur með vörslu verðmætanna væri líklega um fjárdrátt að ræða, það er að gerandinn slær eign sinni á verðmætin sem hann er með sjálfur. Taki gerandinn hins vegar verðmætin úr vörslum meðeiganda síns gæti slíkt fallið undir þjófnað, gripdeild eða rán, eftir því hvernig staðið var að brotinu.

Heimildir og mynd:

  • Jónatan Þórmundsson, „Einkenni auðgunarbrota. Tengsl þeirra innbyrðis og við önnur brot“, Tímarit lögfræðinga, 4. hefti 2008. (Skoðað 12.3.2014).
  • crimeW.jpg (Sótt 18.3.2014).

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

20.3.2014

Spyrjandi

Petra Lind Sigurðardóttir

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er hægt að stela frá sjálfum sér?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2014, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67087.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 20. mars). Er hægt að stela frá sjálfum sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67087

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er hægt að stela frá sjálfum sér?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2014. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67087>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að stela frá sjálfum sér?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að svara spurningunni játandi. Þegar viðkomandi man svo eftir því sem hann gleymdi mætti segja að hann hafi skilað því sem hann stal.

Höfundur þessa svars er lögfræðingur og svarið tekur því mið af því hvort lög kveði á um að hægt sé að stela frá sjálfum sér. Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega nei! Það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér. Nánar tiltekið er ekki hægt að stela verðmætum frá sjálfum sér og eiga á hættu að hljóta fyrir það refsingu samkvæmt íslenskum lögum.

Það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér og eiga á hættu að hljóta fyrir það refsingu samkvæmt íslenskum lögum.

Margt getur falist í sögninni að stela, allt eftir því hvernig brotið er framið. Þar getur til dæmis verið um að ræða þjófnað, gripdeild, rán, fjárdrátt eða fjársvik. Öll eiga þessi brot það þó sameiginlegt að teljast til auðgunarbrota samkvæmt almennum hegningarlögum. Skilyrði fyrir því að um auðgunarbrot sé að ræða er að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Það þýðir að gerandinn ætli að afla sjálfum sér eða öðrum ávinnings á þann hátt að annar maður bíði ólöglega fjártjón að sama skapi. Verðmætin færast þannig frá einum til annars með ólögmætum hætti.

Það gefur augaleið að það er ekki hægt að stela frá sjálfum sér út frá þessum formerkjum, þar sem engin auðgun ætti sér stað hjá gerandanum. Með öðrum orðum getur getur gerandinn ekki hagnast á því að stela frá sjálfum sér. Einnig er erfitt að ímynda sér aðstæður þar fjármunirnir færast með ólögmætum hætti, þar sem fjármunirnir færast í raun ekki neitt ef gerandinn og fórnarlambið eru sami aðilinn.

Við tilteknar aðstæður er þó hægt að segja að verið sé að stela frá sjálfum sér. Það er hægt að stela verðmætum sem maður á í sameiningu með öðrum. Sem dæmi má nefna verðmæti sem hjón eiga í sameign eða sérgreind hjúskapareign annars aðilans. Fari gerandinn sjálfur með vörslu verðmætanna væri líklega um fjárdrátt að ræða, það er að gerandinn slær eign sinni á verðmætin sem hann er með sjálfur. Taki gerandinn hins vegar verðmætin úr vörslum meðeiganda síns gæti slíkt fallið undir þjófnað, gripdeild eða rán, eftir því hvernig staðið var að brotinu.

Heimildir og mynd:

  • Jónatan Þórmundsson, „Einkenni auðgunarbrota. Tengsl þeirra innbyrðis og við önnur brot“, Tímarit lögfræðinga, 4. hefti 2008. (Skoðað 12.3.2014).
  • crimeW.jpg (Sótt 18.3.2014).

...