Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?

Oddný Mjöll Arnardóttir

Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við sambærileg ákvæði Mannréttindasáttmálans.

***

Evrópuráðið (Council of Europe) er alþjóðastofnun sem 47 aðildarríki eiga aðild að. Aðild að því er þannig mun víðtækari en að Evrópusambandinu sem tekur nú yfir 28 ríki. Hlutverk Evrópuráðsins er að vinna að framgangi mannréttinda, lýðræðis, réttarríkis og menningarlegrar og félagslegrar samstöðu innan Evrópu.


Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í Frakklandi, nálægt landamærum Þýskalands.

Mannréttindasáttmáli Evrópu (Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, ECHR) er mikilvægasti alþjóðasamningurinn sem er á vegum Evrópuráðsins. Mikilvægi hans birtist meðal annars í því að fullgilding hans er skilyrði fyrir aðild að ráðinu sem og því að öll aðildarríkin hafa innleitt sáttmálann í landsrétt sinn. Þannig hefur sáttmálinn ekki einungis stöðu alþjóðasamnings sem framfylgt er fyrir alþjóðlegum dómstól, Mannréttindadómstól Evrópu (European Court of Human Rights), heldur er hann einnig hluti af landsrétti allra aðildarríkjanna. Dómstólar aðildarríkjanna geta þannig beitt Mannréttindasáttmálanum sem landsrétti við úrlausn mála, með þeim hætti sem réttarskipan hvers ríkis gerir nánar ráð fyrir.

Með lögum nr. 62/1994 var Mannréttindasáttmála Evrópu, ásamt tilteknum viðaukum við hann, veitt lagagildi að íslenskum rétti. Samkvæmt þeim lögum hefur sáttmálinn stöðu almennra laga í íslenskum landsrétti. Stjórnarskráin nr. 33/1944 er aftur á móti æðstu lög ríkisins og stendur því skör ofar í forgangsröð réttarheimildanna. Þessi forgangsröð réttarheimildanna birtist í því að öll almenn lög verða að vera í samræmi við stjórnarskrána, en fari þau í bága við hana er þeim vikið til hliðar og ekki beitt fyrir íslenskum dómstólum. Formlega hefur því Mannréttindasáttmáli Evrópu lægri réttarheimildastöðu en stjórnarskráin.

Hitt er annað mál að við endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995 var meðal annars stefnt að því að færa réttarvernd stjórnarskrárinnar til samræmis við Mannréttindasáttmálann og aðra helstu alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Mannréttindasáttmálinn hefur því rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og hafa dómar Hæstaréttar sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við sambærileg ákvæði Mannréttindasáttmálans þannig að réttarverndin verði í raun hin sama. Vegna þessarra ríku túlkunaráhrifa er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi stöðu nokkurs konar stjórnarskrárígildis á Íslandi.

Mynd:

Höfundur

prófessor við lagadeild HR

Útgáfudagur

21.10.2011

Spyrjandi

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Tilvísun

Oddný Mjöll Arnardóttir. „Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?“ Vísindavefurinn, 21. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18580.

Oddný Mjöll Arnardóttir. (2011, 21. október). Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18580

Oddný Mjöll Arnardóttir. „Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18580>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við sambærileg ákvæði Mannréttindasáttmálans.

***

Evrópuráðið (Council of Europe) er alþjóðastofnun sem 47 aðildarríki eiga aðild að. Aðild að því er þannig mun víðtækari en að Evrópusambandinu sem tekur nú yfir 28 ríki. Hlutverk Evrópuráðsins er að vinna að framgangi mannréttinda, lýðræðis, réttarríkis og menningarlegrar og félagslegrar samstöðu innan Evrópu.


Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í Frakklandi, nálægt landamærum Þýskalands.

Mannréttindasáttmáli Evrópu (Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, ECHR) er mikilvægasti alþjóðasamningurinn sem er á vegum Evrópuráðsins. Mikilvægi hans birtist meðal annars í því að fullgilding hans er skilyrði fyrir aðild að ráðinu sem og því að öll aðildarríkin hafa innleitt sáttmálann í landsrétt sinn. Þannig hefur sáttmálinn ekki einungis stöðu alþjóðasamnings sem framfylgt er fyrir alþjóðlegum dómstól, Mannréttindadómstól Evrópu (European Court of Human Rights), heldur er hann einnig hluti af landsrétti allra aðildarríkjanna. Dómstólar aðildarríkjanna geta þannig beitt Mannréttindasáttmálanum sem landsrétti við úrlausn mála, með þeim hætti sem réttarskipan hvers ríkis gerir nánar ráð fyrir.

Með lögum nr. 62/1994 var Mannréttindasáttmála Evrópu, ásamt tilteknum viðaukum við hann, veitt lagagildi að íslenskum rétti. Samkvæmt þeim lögum hefur sáttmálinn stöðu almennra laga í íslenskum landsrétti. Stjórnarskráin nr. 33/1944 er aftur á móti æðstu lög ríkisins og stendur því skör ofar í forgangsröð réttarheimildanna. Þessi forgangsröð réttarheimildanna birtist í því að öll almenn lög verða að vera í samræmi við stjórnarskrána, en fari þau í bága við hana er þeim vikið til hliðar og ekki beitt fyrir íslenskum dómstólum. Formlega hefur því Mannréttindasáttmáli Evrópu lægri réttarheimildastöðu en stjórnarskráin.

Hitt er annað mál að við endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995 var meðal annars stefnt að því að færa réttarvernd stjórnarskrárinnar til samræmis við Mannréttindasáttmálann og aðra helstu alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Mannréttindasáttmálinn hefur því rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og hafa dómar Hæstaréttar sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við sambærileg ákvæði Mannréttindasáttmálans þannig að réttarverndin verði í raun hin sama. Vegna þessarra ríku túlkunaráhrifa er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi stöðu nokkurs konar stjórnarskrárígildis á Íslandi.

Mynd:...