Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. [1]Af þessu leiðir að þeir sem hafa hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir refsivert brot og eiga eftir að afplána hann að fullu eru ekki með óflekkað mannorð. En ef dómurinn er afplánaður á þetta að sjálfsögðu ekki lengur við. „Fyrrverandi glæpamaður“, eins og spyrjandi orðar það, getur þess vegna hæglega boðið sig fram og tekið sæti á Alþingi, svo lengi sem hann er ekki í fangelsi þegar Alþingi er sett. Kjörgengi sem flestra er iðulega talið til bóta fyrir fulltrúalýðræðið, enda gefur það kjósendum færi á að velja einstaklinga sem hafa kynnst hinum ýmsu kimum samfélagsins og geta miðlað reynslu sinni á sviði löggjafarstarfsins í þágu allra borgara. Heimildir og mynd:
- IHB Alþingi. Wikimedia Commons (Sótt 18.08.2020).
- Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru nr. 141/2018. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
- Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
- Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 44/1944. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
- ^ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is.