Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir.

Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera íslenskur ríkisborgari með kosningarétt og þarf einnig að hafa óflekkað mannorð.

Kjörgengisskilyrðin eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar.

Löggjafinn hefur skýrt hvað átt er við með óflekkuðu mannorði á eftirfarandi hátt:

Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. [1]

Af þessu leiðir að þeir sem hafa hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir refsivert brot og eiga eftir að afplána hann að fullu eru ekki með óflekkað mannorð. En ef dómurinn er afplánaður á þetta að sjálfsögðu ekki lengur við.

„Fyrrverandi glæpamaður“, eins og spyrjandi orðar það, getur þess vegna hæglega boðið sig fram og tekið sæti á Alþingi, svo lengi sem hann er ekki í fangelsi þegar Alþingi er sett. Kjörgengi sem flestra er iðulega talið til bóta fyrir fulltrúalýðræðið, enda gefur það kjósendum færi á að velja einstaklinga sem hafa kynnst hinum ýmsu kimum samfélagsins og geta miðlað reynslu sinni á sviði löggjafarstarfsins í þágu allra borgara.

Heimildir og mynd:

  • IHB Alþingi. Wikimedia Commons (Sótt 18.08.2020).
  • Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru nr. 141/2018. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
  • Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
  • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 44/1944. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).

Tilvísun:
  1. ^ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

16.9.2020

Spyrjandi

Bjarni Gunnarsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. september 2020, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79893.

Baldur S. Blöndal. (2020, 16. september). Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79893

Baldur S. Blöndal. „Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2020. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79893>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir.

Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera íslenskur ríkisborgari með kosningarétt og þarf einnig að hafa óflekkað mannorð.

Kjörgengisskilyrðin eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar.

Löggjafinn hefur skýrt hvað átt er við með óflekkuðu mannorði á eftirfarandi hátt:

Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. [1]

Af þessu leiðir að þeir sem hafa hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir refsivert brot og eiga eftir að afplána hann að fullu eru ekki með óflekkað mannorð. En ef dómurinn er afplánaður á þetta að sjálfsögðu ekki lengur við.

„Fyrrverandi glæpamaður“, eins og spyrjandi orðar það, getur þess vegna hæglega boðið sig fram og tekið sæti á Alþingi, svo lengi sem hann er ekki í fangelsi þegar Alþingi er sett. Kjörgengi sem flestra er iðulega talið til bóta fyrir fulltrúalýðræðið, enda gefur það kjósendum færi á að velja einstaklinga sem hafa kynnst hinum ýmsu kimum samfélagsins og geta miðlað reynslu sinni á sviði löggjafarstarfsins í þágu allra borgara.

Heimildir og mynd:

  • IHB Alþingi. Wikimedia Commons (Sótt 18.08.2020).
  • Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru nr. 141/2018. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
  • Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).
  • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 44/1944. Alþingi.is. (Sótt 18.08.2020).

Tilvísun:
  1. ^ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Alþingi.is.

...