"Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu tali. Þá er móanum flett (eins og blaðsíðu í bók) og landið rofið svo útkoman er flekkur (hola) í landinu með gróðurhulu á hvolfi til hliðar. Spurningin er því tvíþætt. 1) Er sama meining með þessum "flekkuðu" orðum, þ.e. hugtakið og jarðvinnslan? 2) Hvort er réttara að tala um jarðvinnsluaðferðina "flekkun" eða "flekkjun", með J eða án J.Sögnin að flekka merkir ‘bletta, saurga’ og af henni eru nafnorðið flekkur ‘blettur, litar- eða óhreinindarák, óhreinindi’ og lýsingarorðið flekkaður ‘blettóttur, saurugur’ dregin. Flekkað mannorð er þá mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði. Dæmi má sjá í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og á Timarit.is. Í nágrannamálum er í færeysku til flekkur ‘blettur’, nýnorsku flekk og dönsku flæk í sömu merkingu.

Flekkað mannorð er mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði.

Flekkur í merkingunni ‘(misstór) heybreiða (rifjuð eða órifjuð) á sér annan uppruna en sögnin að flekka.
tryggja lifun og vöxt ungskóga sem best er mælt með hefðbundinni jarðvinnslu, s.s. gisinni flekkjun, tts herfingu eða tímabundinni graseyðingu.Þarna er flekkjun skrifuð með -j- og er það eðlilegt miðað við að nafnorðið er dregið af sögninni flekkja. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
- Timarit.is
- Coffee Stains Texture 01 | This is part of the Six Revisions… | Flickr. (Sótt 25.04.2018). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0.
- File:Heuen um 1942.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 25.04.2018).