Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2389 svör fundust
Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona?Á Vísindavefnum er sagt Örfirisey en í símaskránni er skrifað Örfirsey. Hvort er rétt og hvers vegna? Nafnmynd fyrrverandi eyjar við Reykjavík er Örfirisey. Hennar er getið í heimildum frá 1379 (Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 201). Á Breiðaf...
Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?
Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...
Hvað þýðir orðið Hvítserkur?
Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Eru búri og búrfiskur það sama?
Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...
Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?
Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?
Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...
Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?
Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í ...
Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Hver er uppruni jólakattarins?
Ekki er til neitt einfalt og öruggt svar við þessari spurningu en það er einmitt það sem gerir jólaköttinn svo dularfullan og áhugaverðan. Aftur á móti eru til ýmsar heimildir sem gefa okkur vísbendingar um hvaðan þessi skepna gæti verið komin. Jólakötturinn er einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa...
Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...
Af hverju heitir Rangá í Rangárvallarsýslu þessu nafni, rennur hún eitthvað öfugt eða rangt?
Rangár eru nokkrar á landinu:Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu (Dalasýsla, 34). Á í Ljósavatnshreppi (ÁM og PV Jarðabók XI, 116 o. víðar). Á suður af Bárðardal (Þingeyjarsýslur, 98). Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. (Land...