Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?

Auður Styrkársdóttir

Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 1916 og áttu konur af kvennalistum sæti í bæjarstjórn fram til ársins 1922.

Árið 1922 varð Ingibjörg H. Bjarnason, af kvennalista, fyrsta konan sem kjörin var á þing. Þannig var þátttaka íslenskra kvenna í stjórnmálum sprottin af sérstökum kvennalistum og þeir því ekki ný hugmynd í stjórnmálum hér á landi.

Þeim sem vilja kynna sér nánar sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum er bent á nýútkomna bók: Kosningaréttur kvenna 90 ára.

Mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Höfundur

Auður Styrkársdóttir

forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands

Útgáfudagur

27.12.2005

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Brynjar Guðnason

Tilvísun

Auður Styrkársdóttir. „Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5515.

Auður Styrkársdóttir. (2005, 27. desember). Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5515

Auður Styrkársdóttir. „Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5515>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 1916 og áttu konur af kvennalistum sæti í bæjarstjórn fram til ársins 1922.

Árið 1922 varð Ingibjörg H. Bjarnason, af kvennalista, fyrsta konan sem kjörin var á þing. Þannig var þátttaka íslenskra kvenna í stjórnmálum sprottin af sérstökum kvennalistum og þeir því ekki ný hugmynd í stjórnmálum hér á landi.

Þeim sem vilja kynna sér nánar sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum er bent á nýútkomna bók: Kosningaréttur kvenna 90 ára.

Mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
...