Eins og sýnt er í svari sama höfundar við spurningu um fahrenheitkvarðann má umreikna milli selsíuskvarðans og fahrenheitkvarðans með þessum tveimur jöfnum, þar sem TF er hitastig í gráðum á fahrenheit og TC er hitastig í gráðum á selsíus:
TF = 9/5 TC + 32 TC = 5/9 (TF - 32)Við getum því umreiknað heitasta og kaldasta meðalhita í Reykjavík yfir í gráður á fahrenheit: TF-lægsti meðalhiti = 9/5 * 0 + 32 = 32°F og : TF-hæsti meðalhiti = 9/5 * 10 + 32 = 50°F. Finna má fjölmargar síður á netinu þar sem hægt er að skipta á milli gráða á fahrenheit og selsíus, til dæmis þessa. Mynd:
- Wikipedia - Reykjavík. Sótt 28. 6. 2011.