Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að finna veðurfarsyfirlit síðustu áratuga.


Meðalhitastig í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 32-50°F.

Eins og sýnt er í svari sama höfundar við spurningu um fahrenheitkvarðann má umreikna milli selsíuskvarðans og fahrenheitkvarðans með þessum tveimur jöfnum, þar sem TF er hitastig í gráðum á fahrenheit og TC er hitastig í gráðum á selsíus:
TF = 9/5 TC + 32

TC = 5/9 (TF - 32)

Við getum því umreiknað heitasta og kaldasta meðalhita í Reykjavík yfir í gráður á fahrenheit: TF-lægsti meðalhiti = 9/5 * 0 + 32 = 32°F og : TF-hæsti meðalhiti = 9/5 * 10 + 32 = 50°F.

Finna má fjölmargar síður á netinu þar sem hægt er að skipta á milli gráða á fahrenheit og selsíus, til dæmis þessa.

Mynd:

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Þór Daníel

Tilvísun

TÞ. „Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=413.

TÞ. (2000, 13. maí). Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=413

TÞ. „Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=413>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að finna veðurfarsyfirlit síðustu áratuga.


Meðalhitastig í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 32-50°F.

Eins og sýnt er í svari sama höfundar við spurningu um fahrenheitkvarðann má umreikna milli selsíuskvarðans og fahrenheitkvarðans með þessum tveimur jöfnum, þar sem TF er hitastig í gráðum á fahrenheit og TC er hitastig í gráðum á selsíus:
TF = 9/5 TC + 32

TC = 5/9 (TF - 32)

Við getum því umreiknað heitasta og kaldasta meðalhita í Reykjavík yfir í gráður á fahrenheit: TF-lægsti meðalhiti = 9/5 * 0 + 32 = 32°F og : TF-hæsti meðalhiti = 9/5 * 10 + 32 = 50°F.

Finna má fjölmargar síður á netinu þar sem hægt er að skipta á milli gráða á fahrenheit og selsíus, til dæmis þessa.

Mynd: