Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur:
Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96). (Mynd í Árbók Ferðafélagsins 2004:115).
Klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er hvítur af fugladriti. (Mynd í bókinni Landið þitt II:176).
Fjall (771 m) milli Húsavíkur og Borgarfjarðar eystri í Norður-Múlasýslu. = Röndólfur. Fjallið er myndað úr ljósu bergi, rýólíti/líparíti með svörtum göngum úr blágrýti á milli (Mynd í Grímni 2:122).
Heimildir og mynd:
Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940.
Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. Reykjavík 1984.
Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið Hvítserkur?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5373.
Svavar Sigmundsson. (2005, 2. nóvember). Hvað þýðir orðið Hvítserkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5373
Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið Hvítserkur?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5373>.