Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 95 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?

Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?

Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...

category-iconTrúarbrögð

Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?

Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?

Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...

category-iconHagfræði

Hvað er hvalrekaskattur og af hverju er hann settur á?

Hugtakið „hvalreki“ merkir meðal annars mikið og óvænt happ. Í tengslum við spurninguna hér fyrir ofan vísar það til (viðbótar)tekna sem fellur fyrirtæki eða einstaklingi í skaut án þess að þeir aðilar hafi aðhafst nokkuð sérstakt til að skapa þær viðbótartekjur. Hvalrekaskattur er þýðing á ensku orðunum „windfall...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?

Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...

category-iconStærðfræði

Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...

category-iconStærðfræði

Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...

Fleiri niðurstöður