Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1025 svör fundust
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis?
Ef táknin í jöfnunum eru skilin á venjulegasta hátt, þá hafa jöfnurnar enga sameiginlega lausn. Slíkt er raunar algengt í stærðfræði og þykir ekki tiltökumál, einkum ef jöfnur eru fleiri en óþekktu stærðirnar. Fyrsta jafnan gildir ef X er ferningsrótin (kvaðratrótin) af 2 og önnur jafnan ef X er þriðja rótin a...
Hvað eru Eyjólfur og menn hans margir ef „Eyjólfur kom við fimmtánda mann“?
Svarið við spurningunni er: Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Í Íslenskri orðabók (2002:951) er þetta dæmi tekið undir flettunni maður: við þriðja (tólfta ...) mann þ.e. þrír (tólf ...) saman Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Heimild: Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbæt...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?
Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:4...
Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími...
Í hvaða stjörnumerki er Alkor?
Smellið til að stækka myndina Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri M...
Hvað er Hallgrímskirkja há?
Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...
Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?
Skólakerfið í Bandaríkjunum er ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi og uppbyggingin önnur. Til að komast inn í læknaskóla (e. medical school) í Bandaríkjunum þarf fyrst að ljúka fjögurra ára grunnháskólanámi (e. undergraduate study). Á þessu stigi mega nemar velja hvaða aðalfag sem er, en best er að læra eitthv...
Hver var Julian Huxley og hvert var hans framlag til líffræðinnar?
Julian Huxley (1887-1975) er einn af þekktustu líffræðingum Breta á 20. öld. Kom hann víða við en er líklega kunnastur fyrir Evolution, Modern Synthesis (1942). Ritið var framlag hans til sameinuðu þróunarkenningarinnar (e. New Synthesis) um miðja öldina, en þá runnu í eina sæng erfðafræði Gregors Mendel (1822–188...
Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?
Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...
Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?
Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...
Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?
17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...
Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?
Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi: a) Jón borðaði ísinn sinn. Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er ...