Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími dags sem er bestur? Eða eru 2. og 20. feb betri dagar til að sjá hana. Með von um svör og virðingarfyllst. Pétur Örn GuðmundssonÞegar þetta er skrifað í janúarlok 2023 er halastjarnan ZTF E3 á lofti yfir Íslandi allar myrkurstundir. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar en færist hratt frá þeim á næstu vikum. Halastjarnan er dauf en sést naumlega með berum augum við bestu aðstæður, það er fjarri allri ljósmengun og ef hvorki birta af tungli né norðurljós trufla. Mun auðveldara er að koma auga á hana með handsjónauka og litlum stjörnusjónaukum. Til að finna hana er best að styðjast við stjörnukort, til dæmis því sem fylgir þessu svari eða á vefsíðu eins og The Sky Live - Where is Comet C/2022 E3 (ZTF).

Stjörnukort sem gagnast til að finna halastjörnuna ZTF E3. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar (sem nefnast á ensku Litle Dipper og Big Dipper.) Inn á kortið er merkt hvar halastjarnan verður á bilinu 16. til 31. janúar.

Mynd af halastjörnunni ZTF E3 sem Gísli Már Árnason tók að kvöldi 18. janúar, þá staddur á Hellisheiði í 18 stiga frosti.
- Mynd af halastjörnunni ZTF E3: Gísli Már Árnason.