Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?

Ólafur Heiðar Helgason

Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt að við jaðar sólkerfisins væru ís- og bergsteinar sem ekki hefðu náð að verða að reikistjörnum.



Teikning af Oort-skýinu eftir Calvin J. Hamilton.

Tilgátan var studd þeirri staðreynd að loftsteinabelti úr bergi sem hafði ekki orðið að plánetum var á milli Júpíter og Mars. Þeir loftsteinar fara hring um sólina á fáeinum árum og fara auk þess allir í sömu átt og reikistjörnurnar. Tilgátan fékk auk þess byr undir báða vængi snemma á 9. áratugnum þegar tölvulíkön sýndu fram á að við myndun sólkerfisins gætu stór brot úr bergi og ís hafa safnast saman við jaðar sólkerfisins.

Árið 1992 fundu stjörnufræðingar loksins sönnun fyrir því að svonefnt Kuipersbelti væri raunverulega til en þá uppgötvuðu þeir steininn 1992QB1 sem er um 220 km í þvermál og í svipaðri fjarlægð og talið var að Kuipersbeltið væri í. Nokkrir hnullungar af svipaðri stærð fundust síðan og þá var ljóst að Kuipersbeltið var raunverulegt.

Plánetan Plútó er talin vera stærsti hluturinn í beltinu, en steinninn Quaoar er væntanlega sá næst stærsti. Þess má geta að tvö tungl Júpíters og eitt tungl Satúrnusar tilheyrðu líklega áður Kuipersbeltinu en þyngdarafl reikistjarnanna hefur náð að fanga þá.

Oort-skýið er ysta svæði sólkerfisins og þaðan koma langferðarhalastjörnur, en svo nefnast halastjörnur sem hafa lengri umferðartíma um sólu en 200 ár. Skammferðarhalastjörnur kallast þær sem hafa umferðartíma undir 200 árum og eiga þær rætur að rekja til Kuipersbeltisins. Langferðarhalasjörnur hafa venjulega engan fastan sporbaug og um helmingur þeirra hefur algerlega tilviljunarkenndan sporbaug.

Um myndun Kuipersbeltisins og Oort-skýsins er það að segja að hið síðarnefnda myndaðist að líkindum nær sólu en hið fyrrnefnda. Litlir hnullungar myndaðir nærri gasrisunum Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi þeyttust út í geiminn vegna þyngdaráhrifa frá þeim og urðu að Oort-skýinu. Hnullungar sem mynduðust fjær héldu áfram að vera í sömu fjarlægð frá sólu og mynda Kuipersbeltið.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Kópavogsskóla

Útgáfudagur

16.4.2004

Spyrjandi

Ólafur Heiðar Helgason

Tilvísun

Ólafur Heiðar Helgason. „Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4152.

Ólafur Heiðar Helgason. (2004, 16. apríl). Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4152

Ólafur Heiðar Helgason. „Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?
Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt að við jaðar sólkerfisins væru ís- og bergsteinar sem ekki hefðu náð að verða að reikistjörnum.



Teikning af Oort-skýinu eftir Calvin J. Hamilton.

Tilgátan var studd þeirri staðreynd að loftsteinabelti úr bergi sem hafði ekki orðið að plánetum var á milli Júpíter og Mars. Þeir loftsteinar fara hring um sólina á fáeinum árum og fara auk þess allir í sömu átt og reikistjörnurnar. Tilgátan fékk auk þess byr undir báða vængi snemma á 9. áratugnum þegar tölvulíkön sýndu fram á að við myndun sólkerfisins gætu stór brot úr bergi og ís hafa safnast saman við jaðar sólkerfisins.

Árið 1992 fundu stjörnufræðingar loksins sönnun fyrir því að svonefnt Kuipersbelti væri raunverulega til en þá uppgötvuðu þeir steininn 1992QB1 sem er um 220 km í þvermál og í svipaðri fjarlægð og talið var að Kuipersbeltið væri í. Nokkrir hnullungar af svipaðri stærð fundust síðan og þá var ljóst að Kuipersbeltið var raunverulegt.

Plánetan Plútó er talin vera stærsti hluturinn í beltinu, en steinninn Quaoar er væntanlega sá næst stærsti. Þess má geta að tvö tungl Júpíters og eitt tungl Satúrnusar tilheyrðu líklega áður Kuipersbeltinu en þyngdarafl reikistjarnanna hefur náð að fanga þá.

Oort-skýið er ysta svæði sólkerfisins og þaðan koma langferðarhalastjörnur, en svo nefnast halastjörnur sem hafa lengri umferðartíma um sólu en 200 ár. Skammferðarhalastjörnur kallast þær sem hafa umferðartíma undir 200 árum og eiga þær rætur að rekja til Kuipersbeltisins. Langferðarhalasjörnur hafa venjulega engan fastan sporbaug og um helmingur þeirra hefur algerlega tilviljunarkenndan sporbaug.

Um myndun Kuipersbeltisins og Oort-skýsins er það að segja að hið síðarnefnda myndaðist að líkindum nær sólu en hið fyrrnefnda. Litlir hnullungar myndaðir nærri gasrisunum Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi þeyttust út í geiminn vegna þyngdaráhrifa frá þeim og urðu að Oort-skýinu. Hnullungar sem mynduðust fjær héldu áfram að vera í sömu fjarlægð frá sólu og mynda Kuipersbeltið.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....