Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Hallgrímskirkja há?

EDS

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu.



Hallgrímskirkja er önnur hæsta bygging á Íslandi og sjötta hæsta mannvirki landsins.

Næst hæsta mannvirki á Íslandi er mastur fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík (Naval Radio Transmitter Facility) sem bandaríski herinn lét reisa. Möstrin eru raunar tvö, það hærra er 304,8 m en það lægra er 243 m. Það mætti segja að þessi möstur séu í öðru og þriðja sæti en hér eru þau talin sem eitt mannvirki. Þriðja hæsta mannvirkið er þá langbylgjumastur á Eiðum sem er 220 m hátt. Í fjórða sæti kemur svo reykháfurinn á lóð Fjarðaáls á Reyðarfirði sem er 78 m hár. Í fimmta sæti er svo 20 hæða háhýsi við Smáratorg í Kópavogi sem í daglegu tali gengur undir heitinu Turninn og er 77,6 m hátt.

Heimildir:

Mynd: Gail Edwin-Fielding: Gail at Large. Sótt 4. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

María Lilja Harðardóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvað er Hallgrímskirkja há?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7304.

EDS. (2008, 4. apríl). Hvað er Hallgrímskirkja há? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7304

EDS. „Hvað er Hallgrímskirkja há?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7304>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Hallgrímskirkja há?
Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu.



Hallgrímskirkja er önnur hæsta bygging á Íslandi og sjötta hæsta mannvirki landsins.

Næst hæsta mannvirki á Íslandi er mastur fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík (Naval Radio Transmitter Facility) sem bandaríski herinn lét reisa. Möstrin eru raunar tvö, það hærra er 304,8 m en það lægra er 243 m. Það mætti segja að þessi möstur séu í öðru og þriðja sæti en hér eru þau talin sem eitt mannvirki. Þriðja hæsta mannvirkið er þá langbylgjumastur á Eiðum sem er 220 m hátt. Í fjórða sæti kemur svo reykháfurinn á lóð Fjarðaáls á Reyðarfirði sem er 78 m hár. Í fimmta sæti er svo 20 hæða háhýsi við Smáratorg í Kópavogi sem í daglegu tali gengur undir heitinu Turninn og er 77,6 m hátt.

Heimildir:

Mynd: Gail Edwin-Fielding: Gail at Large. Sótt 4. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....