Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1035 svör fundust
Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...
Hvað getur þú sagt mér um krákur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...
Hvað er mikill straumur í einni eldingu?
Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið v...
Hverjir eru kirkjufeður?
Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...
Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?
Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...
Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?
Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu. Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eð...
Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?
Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...
Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?
Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...
Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?
Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...
Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?
Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...
Er það þekkt að Alzheimers-sjúklingar kannist ekki við eigin spegilmynd?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það til í dæminu að Alzheimers-sjúklingar líti í spegil og þekki ekki sjálfan sig? Stutta svarið við spurningunni er: Já, það getur átt sér stað. Fyrirbærinu var sennilega fyrst lýst árið 1928. Þar var um að ræða tæplega sjötugan karlmann með heilabilun. Þegar ha...
Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?
Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...
Finnast þjóðsögur í öllum löndum?
Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?
Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...
Getið þið leyst úr deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er ekki hægt að leysa deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn? Er nafnið Kaldakinn, samanber norðankaldi t.d. og væri þá Kaldakinn um Kaldakinn o.s.frv. Eða Kaldakinn, um Köldukinn, frá Köldukinn o.s.frv. Gott væri að nokkur rökstuðningur væri með lausn þessarar deilu. Fj...