Gassameindir geta því hreyfst án umtalsverðra krafthrifa frá öðrum sameindum í nokkurn tíma og árekstrar eru fátíðari. Við árekstra getur hins vegar stefna og hraði sameinda breyst. Hraði sameinda í gasham getur því verið mjög breytilegur og því nær lagi er að tala um hraðadreifingu sameinda fremur an að allar sameindir hreyfist með sama hraða. Meðalhraða (ν) sameinda í gasham má gróflega áætla út frá jöfnunni: \[\upsilon = \sqrt{\frac{3RT}{M}}\] þar sem R er gasfasti (8,315 J K-1 mól-1), T er hitastig í einingunni Kelvin (T = t°C + 273,15) og M er massi sameindar (kg mól-1). Þar eð M er neðan við brotastrik en T er ofan við brotastrik í kvaðratrót jöfnunnar hér fyrir ofan er ljóst að meðalhraðinn eykst með hitastigi en minnkar með massa eins og áður var sagt. Svo dæmi sé tekið um meðalhraða gassameinda er hann reiknaður hér fyrir köfnunarefnissameindir (N2, M = 28 g mol-1) og súrefnissameindir (O2, M = 32 g mol-1) sem hreyfast allt umhverfis okkur í andrúmsloftinu. Þá fást eftirfarandi meðalhraðagildi fyrir hitastigin -10°C, 0°C og 10°C:
-10°C | 0°C | 10°C | |
---|---|---|---|
Köfnunarefni, N2 (g) | 484 m/s; 1743 km/klst |
493 m/s; 1776 km/klst |
502 m/s; 1808 km/klst |
Súrefni, O2 (g) | 453 m/s; 1631 km/klst |
461 m/s; 1661 km/klst |
470 m/s; 1691 km/klst |
- Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul? eftir Viðar Guðmundsson
- Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er? eftir Ulriku Andersson
- Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt? eftir Ágúst Kvaran
- Sameindabygging - mynd eftir Ágúst Kvaran
- Sameindir í gasfasa - Sótt 06.07.10. Texti á mynd var íslenskaður af ritstjórn
- Hvert er samband sameindahreyfingar og hita?