Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Páll Imsland

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera náttúruhamfarir þar. Náttúruhamfarir fyrir tíu árum verða ekki endilega náttúruhamfarir eftir tíu ár.

Náttúruhamfarir eru viðbrögð náttúrunnar við ójafnvægi og leið hennar til að koma á jafnvægi á ný. Ójafnvægi af þessum toga er í mörgum tilvikum hægt að greina á meðan það er að byggjast upp. Því er hægt að bregðast við og koma í veg fyrir slys og tjón. Náttúruhamfarir lúta hins vegar ekki vilja manna og láta ekki að stjórn yfirvalda í mannheimum. Einu yfirvöld þeirra eru hin algildu og undantekningarlausu náttúrulögmál. Það er hægt að búast til varnar gegn náttúrhamförum. Til þess að það gangi fyrir sig af öryggi og með árangri, verður vörnin alltaf að vera í lagi og í sífelldri skoðun og aðlögun.

Eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu árið 1985 er dæmi um miklar náttúruhamfarir. Gosið var ekkert sérstaklega stórt en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugustu öldinni þegar jökulhlaup fór yfir borgina Armero.

Það sem veldur yfirleitt mestu um afstöðu til hugtaksins náttúruhamfarir, eru mikilleiki atburðanna, hversu óvæntir þeir eru og hversu miklum usla þeir valda. Minni viðburðir af sama toga (eða þeir sem litlu tjóni valda eða koma ekki í opna skjöldu) eru síður flokkaðir sem náttúruhamfarir. Það er því ekki eðlismunur á náttúruhamförum og öðrum náttúrulegum fyrirbærum af sama toga, aðeins sigs- eða afstöðumunur. Eldvirkni er náttúrufyrirbæri sem mönnum hefur yfirleitt staðið meiri ógn af en öðrum hamförum. Atburðirnir eru oft ógurlegir og mikil sjónarspil, og sagan greinir frá mörgum slíkum sem mikil ógn og skelfing, slys og dauði hefur fylgt. Þeir lifa vel í minni og verða gjarnan hluti af geymd aldanna. Þannig lifir frásögn sem heldur ógnarmyndinni við þótt tíminn líði. En það eru vissulega líka til eldsumbrot sem ekki fylgir mikil vá og jafnvel hvorki ógn né skelfing.

Náttúruvá er annað hugtak í þessu samhengi. Það er kannski örlítið mildara í hugum manna. Náttúruvá er sérhvert það ástand í náttúrunni sem ógnar og gæti þannig orðið að válegum atburði, valdið skaða, aðstöðu- og eignartjóni eða mannfalli eftir atvikum. Munurinn er þá fyrst og fremst sá að náttúruvá vofir yfir, en náttúruhamfarir eiga sér stað. Fyrra hugtakið á við möguleikana en hið síðara við atburðina sjálfa, þegar náttúran er í ham. Þannig breytist náttúruvá í náttúruhamfarir (eða milda náttúruviðburði), þegar ójafnvægi í náttúrunni nær hámarki og hún leitar nýs jafnvægis.

Eldgos í Kötlu er náttúruvá, það er vitað að þar á eftir að gjósa í framtíðinni og gosið gæti valdið skaða. Þegar Katla svo fer að gjósa breytist náttúruváin væntanlega í náttúruhamfarir.

Víða hafa hugtökin hætta og áhætta einnig verið notuð, en ekki alltaf verið skilgreint skilmerkilega á milli merkinga. Hætta á við yfirvofandi ástand, líkur og möguleikar á náttúruhamförum á tilteknu svæði og er þannig sömu merkingar og orðið náttúruvá. Áhætta er hins vegar tryggingarfræðilegt hugtak og lýsir því að lífi, aðstöðu eða fasteignum er ógnað og tjón geti orðið.

Atburðarrásinni sem leitt getur til náttúruhamfara og viðbrögðum vísindamanna við þeim, má lýsa í nokkrum stigum:

  • Ójafnvægi skapast og segir til sín á einn eða annan merkjanlegan eða mælanlegan hátt.
  • Vísindamenn uppgötva breytingar í náttúrunni sem eru afleiðing þessa ójafnvægis og meta þær með athugunum og mælingum.
  • Vísindamenn íhuga sögu viðburða af sambærilegum toga og túlka ástandið sem athuganir og mælingar greina í ljósi hennar og þekkingar á sams konar atburðum. Ef hún er ekki fyrir hendi, má hafa hliðsjón af almennum skilningi á fyrirbærinu. Með því að horfa til sögunnar og besta skilnings á hliðstæðum náttúrufyrirbærum spá vísindamenn opinberlega um framhaldið og virkja þannig almannavarnir til undirbúnings og viðbragða.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

9.12.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Imsland. „Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68712.

Páll Imsland. (2014, 9. desember). Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68712

Páll Imsland. „Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68712>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?
Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera náttúruhamfarir þar. Náttúruhamfarir fyrir tíu árum verða ekki endilega náttúruhamfarir eftir tíu ár.

Náttúruhamfarir eru viðbrögð náttúrunnar við ójafnvægi og leið hennar til að koma á jafnvægi á ný. Ójafnvægi af þessum toga er í mörgum tilvikum hægt að greina á meðan það er að byggjast upp. Því er hægt að bregðast við og koma í veg fyrir slys og tjón. Náttúruhamfarir lúta hins vegar ekki vilja manna og láta ekki að stjórn yfirvalda í mannheimum. Einu yfirvöld þeirra eru hin algildu og undantekningarlausu náttúrulögmál. Það er hægt að búast til varnar gegn náttúrhamförum. Til þess að það gangi fyrir sig af öryggi og með árangri, verður vörnin alltaf að vera í lagi og í sífelldri skoðun og aðlögun.

Eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu árið 1985 er dæmi um miklar náttúruhamfarir. Gosið var ekkert sérstaklega stórt en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugustu öldinni þegar jökulhlaup fór yfir borgina Armero.

Það sem veldur yfirleitt mestu um afstöðu til hugtaksins náttúruhamfarir, eru mikilleiki atburðanna, hversu óvæntir þeir eru og hversu miklum usla þeir valda. Minni viðburðir af sama toga (eða þeir sem litlu tjóni valda eða koma ekki í opna skjöldu) eru síður flokkaðir sem náttúruhamfarir. Það er því ekki eðlismunur á náttúruhamförum og öðrum náttúrulegum fyrirbærum af sama toga, aðeins sigs- eða afstöðumunur. Eldvirkni er náttúrufyrirbæri sem mönnum hefur yfirleitt staðið meiri ógn af en öðrum hamförum. Atburðirnir eru oft ógurlegir og mikil sjónarspil, og sagan greinir frá mörgum slíkum sem mikil ógn og skelfing, slys og dauði hefur fylgt. Þeir lifa vel í minni og verða gjarnan hluti af geymd aldanna. Þannig lifir frásögn sem heldur ógnarmyndinni við þótt tíminn líði. En það eru vissulega líka til eldsumbrot sem ekki fylgir mikil vá og jafnvel hvorki ógn né skelfing.

Náttúruvá er annað hugtak í þessu samhengi. Það er kannski örlítið mildara í hugum manna. Náttúruvá er sérhvert það ástand í náttúrunni sem ógnar og gæti þannig orðið að válegum atburði, valdið skaða, aðstöðu- og eignartjóni eða mannfalli eftir atvikum. Munurinn er þá fyrst og fremst sá að náttúruvá vofir yfir, en náttúruhamfarir eiga sér stað. Fyrra hugtakið á við möguleikana en hið síðara við atburðina sjálfa, þegar náttúran er í ham. Þannig breytist náttúruvá í náttúruhamfarir (eða milda náttúruviðburði), þegar ójafnvægi í náttúrunni nær hámarki og hún leitar nýs jafnvægis.

Eldgos í Kötlu er náttúruvá, það er vitað að þar á eftir að gjósa í framtíðinni og gosið gæti valdið skaða. Þegar Katla svo fer að gjósa breytist náttúruváin væntanlega í náttúruhamfarir.

Víða hafa hugtökin hætta og áhætta einnig verið notuð, en ekki alltaf verið skilgreint skilmerkilega á milli merkinga. Hætta á við yfirvofandi ástand, líkur og möguleikar á náttúruhamförum á tilteknu svæði og er þannig sömu merkingar og orðið náttúruvá. Áhætta er hins vegar tryggingarfræðilegt hugtak og lýsir því að lífi, aðstöðu eða fasteignum er ógnað og tjón geti orðið.

Atburðarrásinni sem leitt getur til náttúruhamfara og viðbrögðum vísindamanna við þeim, má lýsa í nokkrum stigum:

  • Ójafnvægi skapast og segir til sín á einn eða annan merkjanlegan eða mælanlegan hátt.
  • Vísindamenn uppgötva breytingar í náttúrunni sem eru afleiðing þessa ójafnvægis og meta þær með athugunum og mælingum.
  • Vísindamenn íhuga sögu viðburða af sambærilegum toga og túlka ástandið sem athuganir og mælingar greina í ljósi hennar og þekkingar á sams konar atburðum. Ef hún er ekki fyrir hendi, má hafa hliðsjón af almennum skilningi á fyrirbærinu. Með því að horfa til sögunnar og besta skilnings á hliðstæðum náttúrufyrirbærum spá vísindamenn opinberlega um framhaldið og virkja þannig almannavarnir til undirbúnings og viðbragða.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...