Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem óveðurs, flóða, vatnavaxta.“ Og ekki síður er orðið notað um eldgos, jarðskjálfta, berghlaup og snjóflóð svo dæmi séu tekin.

Náttúruhamfarir kosta oft mörg mannslíf og geta valdið gríðarlegu tjóni. Þar er hlutur jarðskjálfta, og stundum flóðbylgja í kjölfarið, stór.

Orðið er greinilega samsett – náttúra og hamfarir. Orðabók Háskólans telur hamfarir í merkingunni ósköp koma fyrst fyrir í Skírni 1917. Orðið er samsett: hamur = skinn og farir = fleirtala af för, nefnilega ferð. Samkvæmt Íslenskri orðabók Menningarsjóðs merkir hamför = hamskipti, það að taka á sig annarlegan ham, en hamfarir = ferð í öðrum ham en sínum. Að „fara hamförum“, það er að skipta um ham, merkir nú til dags að láta óðslega.

Því má segja að náttúruhamfarir séu það þegar náttúran tekur á sig illan ham og óvenjulegan, sýnir ekki sitt rétta andlit.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

7.3.2013

Spyrjandi

Lovísa Grétars, Embla Sólrún, Gunnar Sigurðsson, Hrönn Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru náttúruhamfarir?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63713.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 7. mars). Hvað eru náttúruhamfarir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63713

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru náttúruhamfarir?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem óveðurs, flóða, vatnavaxta.“ Og ekki síður er orðið notað um eldgos, jarðskjálfta, berghlaup og snjóflóð svo dæmi séu tekin.

Náttúruhamfarir kosta oft mörg mannslíf og geta valdið gríðarlegu tjóni. Þar er hlutur jarðskjálfta, og stundum flóðbylgja í kjölfarið, stór.

Orðið er greinilega samsett – náttúra og hamfarir. Orðabók Háskólans telur hamfarir í merkingunni ósköp koma fyrst fyrir í Skírni 1917. Orðið er samsett: hamur = skinn og farir = fleirtala af för, nefnilega ferð. Samkvæmt Íslenskri orðabók Menningarsjóðs merkir hamför = hamskipti, það að taka á sig annarlegan ham, en hamfarir = ferð í öðrum ham en sínum. Að „fara hamförum“, það er að skipta um ham, merkir nú til dags að láta óðslega.

Því má segja að náttúruhamfarir séu það þegar náttúran tekur á sig illan ham og óvenjulegan, sýnir ekki sitt rétta andlit.

Mynd:

...