Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1197 svör fundust
Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?
Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...
Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?
Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari. Suðurhafsl...
Hver er meðgöngutími sebrahryssa?
Sebrahestar eða sebradýr eru hófdýr af hestaætt (Equidea) sem lifa villt í Afríku. Helsta einkenni þeirra eru svartar og hvítar rendur um allan skrokkinn. Það eru til 3 tegundir af sebrahestum, sléttusebrar (Equus quagga), greifasebrar (Equus grevyi) og fjallasebrar (Equus zebra). Meðgöngutíminn hjá sebrahest...
Hafa allir broddgeltir brodda?
Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda. Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginl...
Hvernig er best að kenna venjulegum páfagauki að tala?
Hér eru góð ráð til þess að fá páfagauk til að tala: Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala. Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athy...
Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?
Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...
Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?
Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda. Beðmi e...
Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?
Í stuttu máli sagt sjá steinar í melónum til þess að nýjar melónuplöntur geti orðið til. Steinar í melónum eru fræ. Steinarnir í melónum eru fræ alveg eins og steinarnir í eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum. Melónan sjálf er aldin eða ávöxtur plöntunnar sem hún vex á. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifing...
Hvernig fara fuglar að því að drekka?
Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?
Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins. Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags dagle...
Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?
Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...
Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...
Er sálin til?
Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...
Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?
Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...
Hvernig fjölga ljón sér?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...