- Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala.
- Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athygli hans.
- Endurtaktu orð eða setningar, til dæmis nöfn á fjölskyldumeðlimum. Vertu viss um að það sé mikil spenna í röddinni þinni. Það eykur líkurnar á því að páfagaukurinn þinn byrji að endurtaka það sem þú segir.
- Endurtaktu orð í hvert skipti þegar þú gerir eitthvað. Til dæmis „upp“ þegar þú lyftir fuglinum til að kenna honum merkingu orða í framkvæmdum þínum.
- Gefðu fuglinum þínum verðlaun ef hann hermir eftir því sem þú segir.
- Spilaðu upptökur af orðum sem þú vilt að gaukurinn lærir, allt að 15 mín í hvert skipti til að honum leiðist ekki.
- Ekki láta fuglinn heyra hljóð eða orð sem þú vilt ekki að hann hermi eftir.
- Sumir sérfræðingar telja að þú ættir að byrja á að kenna páfagaukum að tala áður þú kennir þeim að blístra. Blístur getur nefnilega gert þeim erfiðara fyrir að læra að tala.
- Af hverju tala dýrin ekki? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum? eftir Rakel Pálsdóttur
- Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið? eftir HMS og MBS
- Eru til hættulegir páfagaukar? eftir Jón Má Halldórsson
- Kobbi - Sótt 09.06.10